Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 112
106
Richard Beck:
Prestafélagsritið.
þeim byltingatímum og örðugleika. Án þess að lítið sé
gert úr hlutdeild annara samningsmanna, var það eink-
um að þakka viturlegum og röggsamlegum málaflutn-
ingi hans, að hagkvæmir samningar tókust um inn-
flutning matvæla frá Bandaríkjum Norður-Ameríku til
Noregs; var með þeim málalokum fyrir það girt, að
norska þjóðin yrði stríð að heyja við matvöruskort, of-
an á önnur vandkvæði styrjaldaráranna, sem að öðrum
kosti lá við borð.
Má því með fullum sanni segja um Nansen, að hann
hafi verið, líkt og Jón Sigurðsson Islendingum, sómi,
sverð og skjöldur þjóðar sinnar. Ekki er þá heldur
erfitt að skilja, hversvegna þjóðarsorg varð í Noregi.
þegar þessi afreksmaður og skörungur frændþjóðar
vorrar dó óvænt í maí fyrir fjórum árum siðan. Átti
það ágætlega við, að þessi mikilhæfi óskmögur Noregs,
sem staðið hafði í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisbaráttu
þjóðar sinnar og manna mest aukið hróður hennar, var
til grafar borinn á sjálfum þjóðhátíðardegi hennar, 17-
maí. Ekkert hæfði heldur fremur þessum vorelska
framsóknarmanni en að vera lagður til hinztu hvíldar
í faðmi hins vaknandi vors.
Viðburðarík og ávaxtarík saga Nansens var og verður
glæsilegur þáttur í menningar og stjómmálasögu þjóð-
ar hans. Honum fengu landar hans í hendur stjórnvöl-
inn, þegar þörf var öruggastrar leiðsagnar og hann kom
skipi þeirra heilu i höfn gegnum brim og boða. En þVJ
naut hann almennrar hylli, virðingar og ástar ættþjóðar
sinnar, að hann var ríkulega gæddur þeim eiginleikum,
sem hún dáir mest: Manndómslund og hetjuhug-
Hann var annar Friðþjófur frækni; hann var þjóð sinni
Ólafur Tryggvason endurborinn.
Að svo komnu hefir þó aðeins verið snúið upp ann-
ari hliðinni á víðtæku og stórfeldu lífsstarfi Nansens,
þeirri, sem einkum vissi að Noregi og Norðmönnum-
Sizt er því að leyna, sem þegar hefir verið gefið í skyn,