Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 113
Prestafélagsritið.
Fridtjof Nansen.
107
að hann var kvistur, sem bar þess öll merki, að ásýnd
og eigindum, að hann var sprottinn úr norskri mold.
Nansen var eins rammnorskur og þeir þjóðskörungar
Norðmanna, sem allra norskastir hafa verið, svo sem
Wergeland og Björnson, en átti það einnig sameigin-
legt með þeim, að vera hvorttveggja í senn eldheitur
ættjarðarvinur og viðsýnn heimsborgari — mannvinur
og friðarvinur svo mikill, að hann gat rauplaust sagt
með skáldinu: „Öll veröld sveit mín er“. Þegar menn-
ingarsaga vorrar kynslóðar verður rituð, saga andlegs
og þjóðfélagslegs þroska, viðleitninnar i áttina til auk-
innar alþjóða samvinnu, verður Nansens minst sem
eins helzta merkisberans á þeirri seinfæru fjallagöngu.
Hann var mikill landkönnuður, vísindamaður og föður-
landsvinur. En í augum komandi kynslóða, að minsta
kosti utan Noregs, munu afrek heimskautafarans, vís-
indamannsins og föðurlandsvinarins fölna í sigurljóma
stórvirkja mannvinarins og friðarhetjunnar. Síðustu
tíu ár æfi Nansens voru helguð mannúðarstarfsemi, og
það er sú hliðin á margþættu og víðfeðmu lifsstarfi
hans, sem björtustum geislum stafar, því að hún varp-
ar bjarma inn á ónumin draumalönd mannkynsins —- er
morgunroði komandi dags. Eftir því sem sá dagur
hækkar á lofti, skýrist og stækkar mynd Nansens og
annara frumherja friðar og mannúðar á jörðu hér.
Að heimsstyrjöldinni lokinni voru hundruð þúsundir
stríðsfanga af mörgum þjóðum dreifðar um Rússland,
Síberíu, Mið-Evrópu og Balkanlöndin. Hlutaðeigandi
landsstjórnir voru svo að þrotum komnar fjárhagslega,
að þær gátu ekki annast heimflutning þessax*a þegna
sinna. Sundrungarbálið, sem styTjöldin hafði kveikt, og
ótti við farsóttir reyndust einnig þrándur i götu heim-
flutningsstarfsins. Þar við bættist, að flutningstæki voru
af skornum skamti og í mestu óreiðu. Loks skorti fjár-
magn til framkvæmda. Hér var því við ramman reip