Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 115
Prestafélagsritið.
Fridtjof Nansen.
109
meginlandi Evrópu, þar sem eiginkonur og mæður hafa
ekki grátið af þakklæti yfir því verki, sem Nansen
vann“, segir prófessor Noel Baker, vinur og samverka-
maður hans, sem var gagnkunnugur líknarstarfsemi
hans.
Heimflutningur stríðsfanganna var fyrsta stórvirki
Þjóðabandalagsins. Hann var árangur góðrar samvinnu
margra landa og ríkisstjórna, þjóða, sem rétt áður höfðu
borist á banaspjótum. Þetta mikla mannúðarstarf
vakti vonir um það, að bandalagið yrði eigi aðeins til
þess að græða styrjaldarsárin, heldur jafnframt til að
sameina og efla friðarvini hvarvetna og friðarhyggju.
Enda þótt sá draumur hafi eigi ræzt nema að litlu leyti,
átti bandalagið og stjórn þess sannarlega þakkarskuld
að gjalda Nansen og samverkamörmum hans fyrir mik-
ið og vel unnið starf.
Þetta var þó aðeins fyrsta afrek Nansens í mannúðar-
málum, og að sögn sjálfs hans litlum erfiðleikum
bundið í samanburði við næsta verkefni hans, hina víð-
tæku starfsemi í þá átt, að létta hungursneyðina á
Rússlandi 1921—22, þar sem tugir miljóna manna stóðu
augliti til auglitis við hungurdauða Vegna uppskeru-
brests. „Sjónarvottar einir“, segir Nansen, „fá fyllilega
skilið, hve hræðileg hungursneyð þessi var i raun og
veru. Það, sem þar bar fyrir augu min, hvilir jafnan
eins og martröð á sál minni“. Manni sortnar fyrir aug-
um við að lesa lýsingar hans á hungur-hörmungunum,
og var hann þó langt frá hneigður til öfga í slíkum frá-
sögnum. Vegna þröngsýni og mótspyrnu ýmsra aðilja
var líknarstarfsemi þessi ekki unnin undir umsjá Þjóða-
bandalagsins og harmaði Nansen það mjög, eins og
fram kemur i alvöruþungum og hvassorðum ræðum
hans á fundum bandalagsráðsins. Fanst honum það að
vonum í þessu máli sárlega bregðast helgri skyldu sinni
og hugsjónum stofnenda þess. En Nansen var ekki svo
skapi farinn, að hann legði árar í bát, þó á móti blési.