Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 116
110
Richard Beck:
Prestafélagsritiö.
Hann átti þá trú á góðan málstaö, sem flytur fjöll, og
hún lét sér ekki til skammar verða. Fyrir tilmæli al-
þjóÖaþings í Geneve hafði hann tekið að sér aðalumsjón
með líknarstarfinu í Rússlandi og hann var reiðubú-
inn, að leggja alt í sölurnar fyrir framgang þess vel-
ferðarmáls. Hann náði greiðlega nauðsynlegri samvinnu
við stjórnina rússnesku og fór margar ferðir um þá
hluta landsins, þar sem hungursneyðin geisaði, til þess
að kynnast ástandinu af eigin reynd og gera ráðstaf-
anir til framkvæmda. Hann flutti fyrirlestra í stórborg-
um Evrópu og víðsvegar um Ameríku til þess að afla
hjálparstarfinu fjárframlaga og annars stuðnings. Þó al-
menningsálitið væri, af stjórnarfarslegum ástæðum,
næsta andvígt öllu rússnesku, gekk Nansen sigrandi af
hólmi og varð stórmikið ágengt, enda stóðu margax
líknarstofnanir og ekki fáar ríkisstjórnir að baki honum.
Öllu fremur voru það samt brennandi hugsjónaást hans
og mannást, sem bergmál vöktu í hjörtum manna hvar-
vetna. Því var það, að blaðamaður nokkur lýsti aðdáun
sinni á Nansen og mannúðarstarfi hans í þessum eftir-
tektarverðu orðum: „Kirkjuturnarnir lúta höfði í nætur-
kyrðinni, þegar hann ekur framhjá“. Svo drengilega
brugðust einstaklingar, félög og ýmsar ríkisstjórnir við
málaleitan Nansens, að slíkt var eins dæmi. Víðsvegar
að streymdu fjárframlög, matvæli og meðöl til hjálpar
hinum bágstöddu; einkum var hlutdeild Bandarikjanna,
undir forystu Hoovers, mikil og margvísleg. Ráðstjórn-
in rússneska gerði einnig sitt til. Er áætlað, að fullar tiu
miljónir manna hafi mánuðum saman átt lífsuppeldi sitt
að þakka líknarstarfsemi Nansens og samherja hans, en
þó urðu ekki skorður við því reistar, að mikill mann-
fjöldi dó úr hungri, vosbúð og farsóttum.
Ekki lét Nansen þar staðar numið; hann vildi koma
í veg fyrir það, að slíkur vágestur sem hungursneyð
þessi heimsækti Rússland öðru sinni; þessvegna beitti
hann sér fyrir að útvega rússneskum bændum landbún-