Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 117
Prestafélagsritið.
Fridtjof Nansen.
111
aðarvélar og sáðkorn. Honum, vísindamanninum og há-
skólakennaranum, var einnig fyllilega ljóst, að maður-
inn lifir ekki á einu saman hrauði; hann vann því ötul-
lega að því marki, að bæta sem mest úr þörfum æðri
og lægri rússneskra mentastofnana, kennara og nem-
enda. Má ýkjulaust segja, að Nansen hafi látið sér flest
það við koma, sem verða mátti landslýð á Rússlandi
til bjargar og heilla. Skilningur hans á hugsunarhætti
og kjörum hinnar rússnesku þjóðar og þýðingarmikilli
hlutdeild hennar i þjóðmálum op fjármálum heimsins
kemur greinilega fram i bók hans „Rússland og friður-
inn“, sem kom út árið 1923. Hann á mikla samúð með
þjóðinni rússnesku og trú á hæfileika hennar og fram-
tíð; en þó dregur hann ekki fjöður yfir mistök ráð-
stjórnarinnar; hann lýsir ástandinu í Rússlandi hlut-
drægnislaust, eins og það kom honum fyrir sjónir, og
bendir djarfmannlega á leiðir út úr ógöngunum. Nansen
leit aldrei á málin gegnum lituð gleraugu flokksfylgis;
hann var langt yfir þann smásálarlega hugsunarhátt
hafinn, og var það eitt af höfuðeinkennum hans og
miklu kostum, enda er það aðalsmark stórmenna í ríki
andans.
Störf Nansens i þágu striðsfanganna og rússneskrar
alþýðu á hallærisárunum liefðu nægt til að gera nafn
hans ódauðlegt í annálum líknarstarfsemi. Þar með er
þó hvergi nærri alt talið. Áður en lokið var heimflutn-
ingi stríðsfanganna, tókst hann á hendur annað stór-
virki fyrir Þjóðabandalagið, aðalumsjón með hjálpar-
starfi í þarfir rússneskra flóttamanna, en hálf önnur
miljón þeirra hafði flúið land sitt eftir stjórnarbylting-
una 1917 og sigurvinningar samveldismanna, og leitað
athvarfs víða um lönd. Frá því haustið 1921 og alt fram
til siðustu stundar, árin 1924—29 í samvinnu við Al-
þjóða vinnumálaskrifstofuna, vann Nansen kappsam-
lega að því, að afla flóttamönnum þessum dvalarstað-
ar og atvinnu. Með aðstoð margra landstjórna og líkn-