Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 118
112
Richard Beck:
Prestafélagsritið.
arfélaga tókst honum og samverkamönnum hans, að
bæta kjör flóttamannanna svo tugum þúsunda skifti.
Heldur það mikilvæga hjálparstarf áfram undir umsjá
bandalagsins, og ber sú starfsemi, að verðugu, nafn
Nansens.
Þá átti Nansen drjúgan þátt í því, að gera viðunan-
legri óbærileg kjör hundruð þúsunda grískra flótta-
manna, sem leitað höfðu til Grikklands úr löndum
Tyrkja haustið 1922, og finna útlögum þessum jarðnæði
og önnur föng til sjálfsbjargar. Var það, sem létt er að
gera sér i hugarlund, bæði erfitt starf og fjárfrekt; en
Nansen lét ekki hugfallast fremur en áður, þegar á bratt-
ann var að sækja, og hefir árangurinn af þessu starfi
hans orðið hinn ávaxtaríkasti, að þvi er snertir hag
sjálfra flóttamannanna og grísku þjóðina í heild sinni.
Loks er siðasti kaflinn í fjölþættri líknarstarfsemi
Nansens og langt frá hinn óglæsilegasti eða ávaxtarýr-
asti, starf hans til viðreisnar armensku þjóðinni, sem
örlögin hafa svo hart leikið; enda segir Nansen sjálfur,
að neyðarkjör annara stríðsfanga og flóttamanna séu
ekki berandi saman við þær skelfingar, sem Armeníu-
menn hafi orðið að þola. Á stríðsárunum létu þeir lífiö
tugum þúsundum saman fyrir ofsóknum Tyrkja, eða
voru reknir út í opinn dauðann, konur og gamalmenni,
unglingar og brjóstmylkingar jafnt sem karlar. Fullur
helmingur armensku þjóðarinnar gjöreyddist í ofsókn-
um þessum, en hinn hlutinn fékk borgið lífi sínu með
þvi að flýja land. Að striðinu loknu hvarf margt fólks
þessa heim aftur til Armeníu. Dró nú að lokaþættinum
í harmsögu þessarar margmæddu þjóðar. Haustið 1922,
þegar Tyrkir ráku Grikki á brott úr Litlu-Asíu, voru
þúsundir Armeníumanna enn einu sinni ofsóttar og
hraktar úr átthögum sínum, og leituðu þeir griðlands
á ýmsum stöðum í Balkanlöndum, Rússlandi og Sýr-
landi, en Tyrkir sölsuðu undir sig eignir þeirra.
Skarst Þjóðabandalagið nú i leikinn og sendi Nansen