Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 119
Prestafélagsritið.
Fridtjof Nansen.
113
ásamt nefnd manna til að rannsaka kjör armenskra
flóttamanna. t.ýsir hann ferðinni og rekur sögu
hinnar armensku þjóðar í ritinu „Yfir Armeníu“
1927; deilir hann einnig hart á Þjóðabandalagið
fyrir aðgjörðaleysi þess gagnvart Armeníumönnum
og kemur að lokum fram með tillögur um hjálpar-
starfsemi þeim í hag; en þó viturlegar væru og tímabær-
ar, hlutu þær lítinn byr hjá sumum stórveldunum, og
féll Nansen það þungt. Þó hvarf hann eigi frá settu
marki. Með fjárstyrk og öðrum stuðning frá nokkrum
ríkisstjórnum, líknarstofnunum og einstökum mönnum
gerði hann á margan liátt lífvænlegri kjör armenskra
útlaga og tókst að finna eigi allfáum þúsundum þeirra
samastað. Munu Armeniumenn lengi i minningu geyma
fórnfýsi Nansens og ötullega viðleitni í þeirra þarfir á
örlagaríkum tímamótum.
Framanskráð lýsing á stórfeldri og fjölþættri líknar-
sarfsemi Nansens, þó aðeins hafi stiklað verið á stærstu
steinunum, ber fagurt vitni mannást hans og hugsjóna-
ást. Og það er efamál, að einn maður hafi nokkru sinni
unnið slík afrek til að létta miljónum manna styrjaldar-
böl eins og hann gerði á síðasta áratug æfi sinnar.
Hefir hann þvi eigi að ástæðulausu verið kallaður „hinn
miskunnsami Samverji“ striðsáranna. í jarðveg haturs
og heiftar sáði hann frækornum friðar og samvinnu.
Hann var rödd hrópandans í eyðimörk óskapnaðar
heimsófriðarins, og þó ýmsir daufheyrðust við boðskap
hans, vakti hann marga þjóðarsál í Norðurálfu til
gleggri meðvitundar um þjóðfélagslegar skyldur sínar.
Kom það því engum á óvart, að Nansen var sæmdur
friðarverðlaunum Nóbels 1923, og var þeirri verðlauna-
veiting tekið með fögnuði hvarvetna, enda er óhætt að
segja, að valið á vinnanda þeirra hefir enn sem komið
er ekki betur tekist. Má geta þess, að Nansen gaf alt
verðlaunaféð, sem var mikil uppliæð, til líknarstarfsins í
Rússlandi. Einnig á vel við, að minnast þess jafnframt,
8