Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 120
114
Ricliard Beck:
Prestufélagsritið.
að hann vann alt sitt mikla mannúðarstarf endurgjalds-
laust með öllu.
En Nansen hafði eigi aðeins unnið friðarmálunum
ómetanlegt gagn með líknarstarfsemi sinni. Hann var
alla daga hinn ótrauðasti formælandi friðar á jörðu, og
það því kröftuglegar, sem hann kyntist betur af eigin
sjón og reynd eyðileggjandi og siðspillandi áhrifum st>Tj-
alda. Að hans dómi var heimsstríðið „martröð vitfirr-
ingar“, menningarlegt sjálfsmorð, gróðurreitur valda-
græðgi, haturs og heimsku. Honum farast svo orð í einni
dagbók sinni frá striðsárunum:
„Evrópuþjóðir, „merkisberar menningar“, rífa hver
aðra í sig, troða menninguna undir fótum, leggja Norður-
álfu í rústir; hver græðir á þeim viðskiftum? Og urn
hvað er barist? — Völd — völdin ein saman! Hvernig
gat öðru vísi farið? Menning, sem gerir völdin að mark-
miði sínu og hugsjón, fær ómögulega lirundið mann-
kyninu fram á við. Hún hlýtur óhjákvæmilega að leiða
i þessa átt — til tortímingar.
Að þessu hlaut að draga. Menning Norðurálfu er veg-
in og léttvæg fundin — lxún var fúin innan sem utan.
Eins og sýkt tré í skóginum féll hún að jörðu, óðar en
stormurinn skall á henni.
Menning? Hvað er hún, ef hún fær eigi tamið villi-
dýrið í oss? Ef hún snýr oss eigi frá villimensku? Það
er sjálfur kjarni hennar; án þess er hún hismi eitt. En
villidýrið geisar í fagnaðaræði. Fenrisúlfur er laus:
„Geyr garmr mjök fyr Gnípahelli“.
Stærsta sigurvinningin er yfir sjálfum oss. Vissulega
á þetta eigi aðeins við einstaklinginn, heldur einnig við
þjóðirnar og þjóðfélagið í heild sinni. Vér heyjum si-
felt stríð til þess að gera náttúruöflin oss undir gefin
og lífið öruggara; en þó er maðurinn sjálfur ennþá sök
i verstu ógæfunni og stærstu eymdinni. Eigi erum vér
heldur svo langt komnir á framfarabrautinni, að vér