Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 122
116
Richard Beck:
Prestafélagsritið.
þjóðirnar gegn ágangi stórveldanna. Bar eindregið fylgi
hans við bandalagið milcinn árangur í Noregi og annars-
staðar á Norðurlöndum og enn víðar meðal hlutlausra
þjóða. Með það fyrir augum að auka álit bandalagsins
og áhrif, jafnframt því að létta neyðarkjör miljóna
karla og kvenna, tókst Nansen einnig á hendur um-
sjónina með liknarstarfsemi þess. Honum duldist ekki,
að tækist slík starfsemi farsællega, liefði hún ómetan-
lega stjórnmálalega og menningarlega þýðingu, þvi að
hún bar sáttaboð milli þjóðanna og dró saman hugi
þeirra, var í einu orði sagt stórt spor i friðaráttina. Hann
sá rétt. Líknarstarfsemi Þjóðabandalagsins og önnur
lijálparstarfsemi þess hefir stórurn aukið því vinsældir;
hana hljóta allir að virða og þakka, jafnvel þeir, sero
annars eiga litla trú á gildi bandalagsins og þykir það
hafa illa náð tilgangi sínum.
Inn á við engu siður en út á við var Nansen Þjóða-
bandalaginu hinn þarfasti maður. Kvað jafnan mikið
að honum á ráðstefnum þess og nefndarfundum;
reyndist liann þar altaf trúr æðstu hugsjónum þess, á-
kveðinn og tillögugóður, og sjálfkjörinn málsvari lítil-
magnans. Hann átti frumkvæðið að nýlendu-stjórnar-
fyrirkomulagi bandalagsins, „mandötunum“ svo köll-
uðu (smbr. hið nýja rit Einars Arnórssonar: Þjóða-
bandalagið, Reykjavík, 1934, bls. 189—94). Ásamt Cecil
lávarði barðist liann fyrir því, að kallað yrði saman
þing gegn þrælahaldi 1926. Tillagan um þinghald til að
fjalla um vinnukúgun var einnig frá Nansen runnin.
Mætti nefna mörg önnur dæmi merkilegrar og áhrifa-
mikillar forystu hans innan bandalagsins. Þó voru á-
hrif atkvæðamikillar persónu hans, göfugmensku í orð-
um og gjörðum, skarpskygni og bjargfastrar hugsjóna-
trúar, enn meiri en árangur starfa hans; þau eigindi
gerðu hann að leiðtoga meðal fremstu stjórnmálamanna
samtíðarinnar. Má hér minna á þau ummæli Cecils lá-
varðar, að það væru hinir stóru persónuleikar eins og