Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 123
Prestafélagsritið.
Fridt.jof Nansen.
117
Nansen, sem Þjóðabandalagið þyrfti mest á að halda til
framhaldandi og vaxandi viðgangs.
Hefir þá nóg sagt verið þeirri staðhæfingu til sönnun-
ar, að dr. Fridtjof Nansen var einn af allra mestu friðar-
hetjum vorrar aldar, og allra alda. Hann var stórvirkur
athafnamaður, sem helgaði starf sitt hugsjóninni
stærstu — allsherjar bræðralagshugsjóninni.
Þeir, sem búa í skjóli háfjallanna, fá eigi séð eða met-
ið tign þeirra og fegurð vegna nálægðarinnar. Sama máli
gegnir um andleg stórmenni. Framtíðin sér þau ávalt í
sannara ljósi heldur en samtíð þeirra. Slíkt verður hlut-
skifti Nansens í augum komandi lcynslóða.
Spámannleg orð hans gjalla oss í eyrum sem lög-
eggjan: ;,Vér verðum að kveikja á vitum vorum, unz
leiftur þeirra streyma frá hverjum fjalltindi. Vér verð-
um að hefja við hún fána vorn í öllum löndum, um-
lykja jörðina með bræðrabandi; landstjórnirnar verða
að sameinast oss í þvi, að vinna einlæglega að komu
hins nýja tíma. Aldrei hefir þjáð og vegavilt mannkjm
þráð heitar friðarhöfðingjann, hann sem þekkir lcöllun
sína, konung mannástarinnar, sem Ij'ftir hátt mót himni
fánanum hvíta, sem á er ritað með glitrandi gull-letri
þetta eina orð: Starf.
Hver og einn getur skipað sér í fylkingu hans á sigur-
för hennar um jörðina til að vekja upp nýja kynslóð —
skapa bróðurást og sannan friðarhug — endurvekja hjá
mönnum starfsviljann og vinnugleðina — glæða hjá
þeim trúna á morgunroðann“.