Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 124
Prestafélagsritið.
KAGAWA.
(Útdráttur úr bók William Axling’s: Kagawa).
Eftir séra Björn Magnússon.
Toyhiko Kagawa er fæddur í Kobe, einni af stórborg-
um Japans, 10. júlí 1888. Faðir hans var auðugur stjórn-
málamaður. Hann átti stóran búgarð uppi í sveit, þar
sem kona hans og fjölskylda sat að búi hans, en sjálfur
dvaldi hann langdvölum í borginni, og hélt sig þar rik-
mannlega. Komst hann þar í kynni við dansmey eina.
Með henni eignaðist hann 4 börn. Eitt þeirra var
Toyhiko. Og þar sem drengurinn var snemma efnileg-
ur, var hann ættleiddur af föður sínum, enda þótt hann
væri óskilgetinn. En þegar hann var 4 ára gamall, dóu
bæði faðir hans og móðir. Var þá sveinninn sendur til
stjúpu sinnar og ömmu á búgarð föður síns, og ólst
hann þar upp við mikið harðrétti og litla ástúð, unz
hann var 11 ára gamall. Sá skortur á móðurumhyggju
og ástúð, sem hann bjó við þar, gerði hann einrænan
og mannfælinn, en þeim mun meira hændan að náttúr-
unni. Fór hann oft einförum og átti sínar sælustu
bernskustundir í einveru fagurrar og mildrar náttúru.
Eins og tízka var um börn heldri manna í Japan var
hann mjög snemma sendur í skóla. Reyndist hann mjög
fær til náms, en einræningsháttur hans og mannfælni
urðu sök i því, að hann hændist ekkert að skólafélög-
um sínum. Og þegar hann fór alfarinn frá stjúpmóður
sinni og settist í heimavistarskóla í stórborg einni,