Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 126
120
Björn Magnússon:
Prestafélagsritið.
þeir, og bakaði sjer um leið öfund skólabræðra sinna.
En þótt hann væri svona hrifinn af bókum, þá girnt-
ist hann þó enn meir að sýna hug sinn í verlci. Honum
var það ástríða að gera hugsjónir sínar að veruleika.
Hann tók að sér flækingskött og óskilahund, og meira en
það, hann hýsti tötralegan beiningamann, og deildi við
hann bæði málsverði sínum og hvílurúmi um langt
skeið — samhýlis stúdentum sínum til mikillar gremju.
Hann gaf fjárstyrk sinn og jafnvel fötin utan af sér,
en gekk sjálfur í tötrum. Hann harðist fyrir óvinsælum
málefnum, eins og friðarhreyfingu og fátækramálum
og lét ekkert á sig fá, þótt hann væri jafnvel harinn og
hrakinn af samstúdentum sínum, sem sátu fyrir hon-
um, til þess að hnekkja á þessum friðarpostula og föð-
urlandssvikara. En fremur öllu öðru var hann brenn-
heitur trúboði, sem ávítaði vanadeifð og hvatti til starf-
andi bróðurkærleika.
Á öðru háskólaári sinu fékk hann ákafa lungnaberkla
og blóðspýting, og varð að yfirgefa skólann. Hann lét þó
ekki bugast, heldur hélt áfram eftir megni að prédika
og hjálpa bágstöddum, þar sem hann dvaldi við sjávar-
ströndina sér til hressingar, og tók um þetta leyti að
semja fyrstu skáldsögu sína, við svo mikla örbirgð, að
hann varð að skrifa liana ofan í gömul dagblöð, þar sem
hann hafði ekki efni á að kaupa pappír. Að lokum
hrestist hann þó svo, fyrir viljastyrk sinn og óbifanlega
trú, að hann gat haldið áfram námi, og las nú við guð-
fræðideildina í Kobe, fæðingarbæ sínum. Þrátt fyrir
framhaldandi heilsuleysi tók hann þar, vinum sínum
til mikillar áhyggju, að eyða öllum kvöldum í versta
fátækrahverfi borgarinnar, Shinkawa, og prédika þar
og líkna. Það dró hann að sér með ómótstæðilegu afli.
Hann varð að hlýða kölluninni.
I þessu og þvílíkum fátækrahverfum stórborganna í
Japan var þá hin aumasta neyð, og siðspilling henni
samfara. Fáir þektu hið raunverulega ástand þar, nema