Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 127
Prestafélagsritið.
Kagawa.
121
lögreglan. Þau voru undirheimar glæpamanna, vændis-
kvenna og glataðra sona sveitanna. Tíu þúsund manns
var raðað í Shinkawa eins og síld í tunnu, í hreysum
þar sem hver íbúð var 1 herbergi 6 fet á hvern veg,
gluggalaus og allslaus. Eldhús og vatnspóstar voru í
sameiningu. Stigar voru á milli 3—6 feta breiðir, fullir
óhreininda og sorphauga frá húsunum. Atvinnuvegir
íbúanna eru m. a. taldir: mjög illa launuð snattvinna,
fjárhættuspil, beiningar, þjófnaður, morð og vændis-
húsahald. Börnin voru hungruð og heilsulaus, og barna-
dauðinn 500 af hverju 1000.
21 árs að aldri, heilsubilaður og félaus, steypti
Kagawa sér beint niður í þetta fen, með þeim fasta á-
setningi, að leggja alt í sölurnar til að bæta kjör vesa-
linganna, sem þar lifðu. Hann óttaðist hvorki menn,
óþrifnað nje sjúkdóma. Á jóladaginn 1909 ók hann i
handvagni sínum fáu munum frá stúdentagarðinum
í nýja híbýlið, en það var ein af þessum 6 feta kytrum,
og þorði enginn að búa þar, því að þar hafði nýlega
verið framið morð, og lék orð á, að þar væri reimt.
Þarna í Shinkawa var fult af húsviltum umrenningum,
sem leituðu gistingar hjá Kagawa. Fyrsti gestur hans
var haldinn smitandi kláða. Kagawa virti hann fyrir sér,
allan hrúðraðan, og hugsaði: „Þarna er Guð að reyna
mig“, og gerði hann að hvilunaut sínum. Vitanlega fékk
hann kláðann af honum, en það hindraði ekki gestrisni
hans. Aðrir settust upp hjá honum til langdvala. Hinn
fyrsti þeirra var ofdrykkjumaður. Annar var hálfsturl-
aður morðingi, er hugði sig ofsóttan af svip þess, er
hann hafði myrt. Sá þriðji bættist brátt í hópinn, ban-
hungraður flækingur. Kagawa hafði nú 4 að fæða. All-
ar tekjur hans voru 25 kr. á mánuði, sem hann fékk í
námsstyrk. Þá fékk hann sér aukagetu við að hreinsa
reykháfa. Upp úr því hafði hann um 20 kr. á mán. í
nær 2 mánuði drógu þeir fram lifið á þessu, með þvi