Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 130
124
Björn Magnússon:
Preslafélagsritift.
mentun, óbifanlegan vilja og brennandi áhuga. Þó
greindi hann sig þegar frá öðrum verkamannaleiðtogum.
Það kom þegar í ljós í hinum fyrstu opinberu afskiftum
verkamannahreyfingarinnar: Hafnarverkfallinu í Kobe
1921. Hann hafnaði öllu ofbeldi, og harðist gegn öllu
stéttahatri. Þó varð hann sjálfur að fara í fangelsi fyrir
forjrstu sína í baráttu verkamanna. Félagsskapur verka-
manna var þá bannaður, en hann sá, að án samtaka
varð ekkert unnið. Hann tók því upp baráttu fyrir rétti
verkamanna til samtaka, og viðurkenningu á sambandi
verkamanna sem samningsaðilja. Með þolgæði og óþreyt-
andi stillingu tókst honum loks að fá þessu framgengt.
En rannsókn Kagawa í fátækrahverfinu leiddi hann
lengra en að kjörum verkamannanna þar. Fjöldi verka-
manna í fátækrahverfum stórborganna eru komnir frá
sveitunum. Landþrengsli eru afskapleg í Japan. Þar búa
1000 manns á hverjum lan2 af ræktuðu landi, en ein-
göngu 18% af landinu er ræktanlegt. Hitt eru fjöll. Ár-
lega þyrpast 100,000 af hraustum sveitamönnum til
horganna, en 10.000 hændur er sagt að verði gjaldþrota
á ári hverju. 46% af bændunum eru leiguliðar. í af-
gjald verða þeir að greiða 55—70% af uppskerunni.
Vextir af skuldum nema frá 20—40%. Þannig sökkva
bændur æ dýpra í örbirgð.
Kagawa fann þarna uppsprettuna, sem fólksmergðin
i fátækrahverfunum nærðist af. Hana varð að stöðva.
Það þurfti einnig að bjarga bændunum. Þrátt fyrir hið
geysi-mikla starf, sem þegar hvíldi á herðum hans, á-
kvað liann að taka einnig að sér forystuna í viðreisnar-
starfi bændanna.
Árið 1921 var stofnað samband japanskra bænda.
Sama ár var hafin útgáfa tímarits, er nefndist „Moldin
og frelsið“. Þetta vakti hvorttvegga mikla athygli. Það
var alveg nýtt í sögu landsins, að leiguliðar risu upp
gegn landeigöndum, en málstað leiguliða tók sambandiö
að sér fyrst og fremst; og ákvörðun þess að hafa áhrif