Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 132
126
Björn Magnússon:
Prestalélagsrilið.
gagnvart stéttahatri rússneslcra sameignarsinna heldur
hann fram bróðurkærleika og framkvæmir hann af á-
stríðu. Og gagnvart stéttabaráttu Marxs hoðar liann of-
beldisleysi Tolstois. Hann trúir á þróun frekar en bylt-
ingu í byggingu réttlátara þjóðskipulags“.
Þessi fasta sannfæring lians, að ofbeldi og bylting
væru fráleit leið til sigurs, hakaði honum óvild liinna
róttækari og byltingasinnaðri í hópi verkamanna og
bænda, en rússnesk sameignarstefna og efnishyg'gju-
jafnaðarstefna voru þá einmitt að ryðja sér braut þang-
að austur. Fjöldi af fylgjöndum hans hurfu frá honum,
og kölluðu hann svikara við verkamannahreyfinguna
og handbendi auðvaldsins, sem ekld gerði annað en
leika með tilfinningar lýðsins og leiða hann afvega.
Sjálfur segir hann svo frá:
„Óvinir sækja að mér hvaðanæfa. Hér meðal liinna
snauðu er ég barinn unz úr mjer blæðir. Nú hefi ég verið
frá verki í tvær vikur. En fyrir þessar árásir mun ég
samt þjálfast vel. Ég veit mig ekki liafa gert rangt. Ég
er hæddur sem friðarsinni og postuli elskunnar. Það
er ekkert við því að gera annað en þola það.
Gagnvart sannleikanum eru ofsóknir og mótspyrna
máttlaus. Gagnvart sannleikanum hráðna stálhlekkir og
járnstengur sundur. Vinir, óttist ekki sannleikann. Látið
gagntakast af sannleikanum eins og hann birtist í Jesú,
og sækið fram!“
Þannig stendur hann sjálfur óhaggaður 1 starfsemi
sinni, þrátt fyrir mótspyrnu frá báðum hliðum. Og eins
og ég gat áðan, hefir mótspyrnan ofan að farið rénandi.
Með bókum sínum, bæklingum, blaðagreinum og flug-
ritum, með fyrirlestrum og prédikunum víðsvegar um
landið hefir hann vakið menn til skilnings á kjörum
hinna bágstöddu bæði í borgum og sveitum, og stjói’n-
arvöldin hafa loks hafist handa til að ryðja sumum
verstu þröskuldunum úr vegi. 1926 var ákveðið að
hreinsa burt fátækrahverfin í sex stærstu borgum lands-