Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 133
Prestafélagsritið.
Kagawa.
127
ins á sex árum, og voru 2 milj. sterlingspunda veittar í
því skyni. Með þvi hefir Japan reynst brautryðjandi i
þj óðfélagslegri löggj afarstarfsemi.
6 feta íbúðirnar í Shinkawa eru ekki framar til. Hin
illræmdu, pestnæmu glæpahverfi í 6 stærstu borgum
Japans eru ekki framar til. Nýtízku íbúðarhús hafa ver-
ið reist í stað gömlu klefanna, steinlagðar og holræstar
götur hafa komið í stað þröngu, óhreinu stíganna. Sól-
skini, ljósi og lofti hefir verið opnuð rás inn í híbýlin,
með heilnæmar og blessandi verkanir sinar.
En þetta er ekki nóg. Kagawa lýsir svo framtiðarverk-
efninu: „Betri húsakynni eru ekki nóg. Þeim verður að
fjdgja önnur félagsleg löggjöf. Það verða að komast á
lágmarkslaun, sjúkrahjálp, atvinnuleysistryggingar, elli-
styrkir og mæðrastyrkir áður en fátæktin er þurkuð
burt“.
Jarðskjálftinn mikli 1923 lagði að velli % hluta af höf-
uðborginni Tokio, stórborg með 5 milj. íbúa, ef úthorgir
eru taldar með. Einnig lagði hann að velli alla borgina
Yokohama, blómlegustu hafnarborg landsins. 100.000
manns létu lífið, og eignatjón var metið 1.100.000.000.000
sterlingspund. Auk þess varð stórkostlegt tjón á járn-
brautum, vegum og símalínum.
Til að byggja upp aftur liina föllnu borgarhluta þurfti
óhemju starf, fé og fyrirhyggju. 180 manna nefnd var
falið viðreisnarstarfið. Toyhiko Kagawa var hinn eini
úr alþýðuhóp, sem valinn var í þessa nefnd. Starf lians
í nefndinni markaði stefnu hennar, og í endurreisnar-
starfinu mátti sjá glögg merki um áhrif hans.
Veturinn 1930—’31 var einn hinn örðugasti fyrir
Tokio-borg. Hinar ógurlegu skuldir, sem endurbygging-
in eftir jarðskjálftana hafði í för með sér, lágu eins og
mara á öllu atvinnulífi borgarinnar. Atvinnuleysi og ör-
birgð fóru í vöxt. Húsnæðisleysi og skortur horfðu til
stórra vandræða. Borgin varði árlega 1 milj. sterlings-
punda í fátækrahjálp. Á fátækraskrifstofunni störfuðu