Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 135
Prestafélagsritift.
Kagawa.
129
sínum. Hann lýsti fyrir þeim kjörum verkalýðsins og
fátæklinganna, og mælti á þessa leið:
„Magar þeirra eru tómir. Þeir eiga hvergi höfði sínu
að að halla. Hvað stoðar eintóm prédikun fyrir þá, sem
hafa hvorki fæði né húsaskjól? Guð þráir miskunnsemi,
en ekki helgisiði.
Sá tími er kominn, þegar prestar helgidóma og must-
era og klerkar kirknanna ættu að vakna af dvala sín-
um og horfast í augu við veruleikann.
Þér Búddhatrúarmenn! Lesið upp ritningar yðar, og
finnið í þeim þann anda, sem hefir blásið eldmóði í
brautryðjendur yðar. Ef þér megnið ekki að endurfinna
og endurholdga anda þeirra, vefjið þá upp bókfell yðar
og hörfið burt með þau til Indlands, þaðan sem þau
komu.
Þér Shintoistar. Ef þér getið ekki öðlast það víðsýni,
sem knýr til þjónustu hinna veikustu og óhamingjusöm-
ustu, hvað gagna þá yðar mörgu og flóknu helgisiðir?
Og þér kristnu menn! Fyrirverðið yður fyrir að reisa
miklar og dýrlegar kirkjur, en bregðast í því að fylgja
lionum, sem lagður var í jötu og grafinn í annars manns
gröf“.
Það þarf ekki að taka það fram, að þessi ræða kom
hinni virðulegu samkundu í uppnám, en óróaseggurinn
var rekinn út. Endurtókst þar sama sagan og í Betel
forðum, þegar Amasja prestur sagði við Amos: „Haf þig
á brott, vitranamaður, flý þú til Júdalands! Afla þér
þar viðurværis og spá þú þar! En i Betel mátt þú eigi
framar koma fram sem spámaður, þvi að þar er kon-
unglegur helgidómur og ríkismusteri“. Meðal alþýðu-
manna mátti Kagawa prédika bæði i orði og verki, og
var enda hvarvetna kallaður til þar sem þrautin var
mest, en við hinum viðurkendu helgisiðum hinna opin-
beru trúarbragða mátti hann ekki hreyfa.
Aftur og aftur hefir verið lagt fast að Kagawa að
bjóða sig fram til þings fyrir verkamannaflokkinn, en
9