Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 137
Prestafélagsritið.
Kagawa.
131
friði. Meðal nafna eins og Tagore, Gandhi, Einstein,
Romain Rolland, stóð nafn Kagawa eitt allra japanskra
manna á skjali gegn vígbúnaði, sem lagt var fyrir Þjóða-
bandalagið. 1928 skipulagði liann samband friðarsinna
í Japan, sem telur meðal félaga sinna víðsýna menn
af ýmsum flokkum, mentamenn, trúarbragðaleiðtoga og
rithöfunda. En þrátt fyrir það, hve eldheitur friðarvinur
hann er, þá er hann samt jafn heitur bardagamaður.
En hann vill ekki að menn berjist gegn mönnum, lield-
ur gegn óvinum mannanna. Það eru sjúkdómar, drykkju-
skapur, tóbaksnautn og siðferðislestir, sem hann ræðst
gegn. Hann er framarlega í stjórn félaga til útrýmingar
holdsveiki og berklum. Um vín og tóbak segir hann:
„Frá fjárhagslegu sjónarmiði er áfengi ein aðalorsök
l'átæktarinnar. Þessi þjóð eyðir 150 milj. sterlingspunda
á ári i áfengi. Hún ver 20 milj. 40 þús. árlega fyrir tó-
bak, tvöfalt við það sem varið er til uppeldismála. Hver
von er um að bjarga hinum fátæku gagnvart þessum
óvinum? Fátækt er eðlileg afleiðing slíks ástands. Japan
misti 55.000 manna á 2 árum í stríðinu við Rússa, en á
liverju ári deyja 170.000 af þjóð vorri úr heilasjúkdóm-
um af völdum áfengisnautnar“.
í öllu þessu hefir orðið nokkuð ágengt. Stjórnin hefir
snúið sér að því að uppræta holdsveikina með því að
stofna max*ga spítala. Þjóðin er að ná tökum á lxerkl-
unum. 53 þorp liafa komið á vínbanni. 2 milj. manna
eru í bindindisfélögum. 7 fylki af 44 liafa bannað hin
opinheru vændishús. Fyrir þetta hefir Kagawa orðið að
sæta hinum liarðvítugasta rógi og ofsóknum af hálfu
þeii’ra, sem græða á drykkjuskap og ólifnaði manna.
Þrátt fyrir alt þetta, sem sagt hefir verið hér að fram-
an um haráttu Kagawa fyrir hag hinna bágstöddu, er
hann þó ekki fyrst og fremst umbótamaður á sviði þjóð-
málanna. Hann er fyrst og fremst kristinn maður. Af
öllum þeim tilfinningum, sem streyma um hans næmu
9*