Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 138
132
Björn Magnússon:
Prestafélagsritiö.
sál, er ráðandi sú ástríða, að boða Krist og birta líf hans
í æfintýralegu lífi sínu. Trú hans er fyrst og fremst
starfandi. Hánn er brennandi postuli guðsríkisins. En
hann þekkir ekkert djúp á milli heimsins og guðsrik-
isins. Ef kristindómurinn starfar ekki í heiminum, á
hann engan tilverurétt. I prédikun hans er krossinn
þungamiðjan. Þó ekki sá kross, sem guðfræðingar
semja um þaullærðar ritgerðir. Ekki heldur eingöngu
kross löngu liðins tima. Það er sá kross, sem fólginn
er i þjáningum vanhaldinna meðbræðra, og hver sannur
lærisveinn Krists hlýtur að finna sig ábyrgan fyrir, og
gerir því að sínum eigin krossi. Þannig er kristindóm-
urinn grundvöllurinn undir allri þjóðmálastarfsemi
hans.
Kagawa er það ljóst, að einskis er þjóð hans meiri
þörf en að verða gagnsýrð af anda Krists. Af saman-
burði við reynsluna annarsstaðar hefir hann komist að
þeirri niðurstöðu, að til þess að kristindómurinn geti
haft gagnverkandi og mótandi áhrif á þjóðina þyrfti a.
m. k. 1 milj. Japana að vera kristnir. En þá voru i Japan
eftir 70 ára kristniboð aðeins 300,000 kristnir menn. En
Kagawa hikaði samt ekki við að taka að sér það hlut-
verk, sem hann fann knýja að sér fastar en nokkuð
annað: að vinna að þvi að kristnir menn í Japan fari
bráðlega fram úr 1 miljón. Með eldmóði kveikti hann
áhugann hjá fleirum og fleirum, unz hann gat 1930 sett
af stað skipulagða hreyfingu, sem nefnd hefir verið
Guðsríkishreyfingin, og hófst samtímis i 6 stórborgum
landsins. Honum var ljóst, að ómissandi var að njóta
styrlcs kirkjunnar, bæði presta hennar og leikmanna, í
þessu starfi. Og þannig hefir þessi hreyfing náð til allrar
kristilegrar starfsemi í landinu, en þó er Kagawa sjálf-
ur lífið og sálin í því öllu, sem gefur starfinu kraft og
anda.
Verlcefnið virðist ofurefli fyrir sjónum venjulegra
manna. Það er ekki einungis fólgið í því, að afla krist-