Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 139
Prestafélagsritið.
Kagawa.
133
indóminum öruggrar fótfestu meðal allra stétta þjóðfé-
lagsins og út um hvern kyma bygðar landsins, heldur
að gera anda Krists ráðandi i hverskyns félagslegu
starfi og skipulagi landsmanna, jafnt í stjórnmálum sem
iðnaðarmálum, fátækramálum sem viðskiftum — og það
i heiðnu efnishyggjulandi, þar sem aðeins 300.000 af 65
miljónum íbúa voru kristnir eftir 70 ára fórnfúst starf.
En Kagawa lætur ekki bugast. Sjálfur hefir hann tekið
að sér forystuna, en hefir falið starfið meðal fátækl-
inganna í Tokio, Osaka og Kobe á hendur öruggra sam-
verkamanna. Getur hann þannig helgað sig allan því,
sem hann telur mesta lífsnauðsyn Japans, að gagnsýra
þjóðfélagið með súrdeigi kristindómsins. I baráttunni
beitir hann öflugu vopni, þar sem er vikublað Guðs-
ríkishreyfingarinnar. Auk þess sendir hann út fjölda
bæklinga og flugrita. Rúmlega 40 prestar og fjöldi trú-
boða starfa í sambandi við hann, og auk þess er hann
að þjálfa 5000 leikprédikara til starfsins, með æfingar-
námskeiðum, sem haldin eru í hverri borg í þvi skyni.
Árangurinn af þessari hreyfingu var þegar á fyrsta
ári orðinn sýnilegur, m. a. fjölgaði kristnum mönnum
um 25.000, en þó miklu fremur í hinum aukna áhuga og
vaxandi áhrifum, sem boðskapur Krists er að ná meðal
Japana. Kagawa er það ljóst, að það er fyrst og fremst
Kristur sjálfur, en ekki kirkjukenningarnar eða vestur-
landakristnin, sem ríður á að hoða. Hann er að þvi leyti
samherji hins ágæta Krists-boða, dr. Stanley Jones, og
frumherji hins sannkristilegasta og sigurvænlegasta
kristniboðs, sem nokkru sinni hefir verið rekið.
Að endingu skal ég aðeins reyna að svara þeirri spurn-
ingu, sem eðlilega hlýtur að vakna við íhugun starfs-
ferils þessa einstæða manns: Hvaðan kemur honum
þrek og’ áræði til alls þess? Því er fljótsvarað: Allar hin-
ar mikilvægustu ákvarðanir sínar hefir hann tekið á
djúpum íhugunar- og bænarstundum, og daglega sækir
hann sér styrk til starfsins frá uppsprettu hins andlega