Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 140
134
B. M.: Kagawa.
Prestafélagsritift.
kraftar. Ég sagði áður, að Kagawa væri fyrst og fremst
kristinn maður. Ef ég ætti að kveða nánar á, yrði það
á þessa leið: Hann er fyrst og fremst biðjandi kristinn
maður. I eðli sínu er hann mjög dulrænn. Honum svipar
að því leyti til hinna fornu spámanna, að hann lifir
hálfu lífi sínu i hinum duldu heimum andans. Hann
sameinar á hinn undraverðasta hátt dulspeking miðald-
anna og starfandi raunhyggjumann nútímans. Hvötina
til allra afreka sinna á sviði félagsmála jafnt sem trú-
mála hefir hann fengið gegnum dulræna reynslu sam-
lifs síns við hinn ómælanlega. Þær stundir, oft bland-
aðar baráttu og róttækri íhugun, standa eins og vörður
á vegi lífs hans, sem hafa bent honum á ófarnar brautir.
Guð er honum faðir, félagi og persónulegur aflgjafi í
öllu starfi hans, hvar sem er. Sjálfur liefir hann lýst
þessu nána samlifi, og nauðsyn þess, á þessa leið:
„Þegar höndurnar eru á kafi í þvottabalanum, þegar
blásið er að kolunum undir bakaraofninum, meðan ver-
ið er að skrifa tölur og aftur tölur við skrifborð gjald-
kerans, þegar maður stendur sólbrendur í leðjunni á
hrísgrjónaekrunum eða frammi fyrir hvítglóandi bræðslu-
ofninum 1600° lieitum -— nema vér lifum jafnvel á slik-
um stundum sem þessum hinu sama trúarlifi eins og
undir bænargerð í klaustrinu, þá mun heimurinn aldrei
frelsast“.
Guð er honum svo áþreifanlegur og ómissanlegur
veruleiki, að maðurinn má aldrei missa eitt augnablik
tilfinninguna fyrir sambandi sínu við hann. „Fyrir hon-
um er hver runni dómkirkja, hver steinn altari, hvert
skylduverk prédikun, hvert starf bæn, og hvert andar-
tak ilmfórn, er stígur til Guðs, sem þráir í hvívetna sam-
hand við mannlegar sálir“.