Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 143
Prestaféiagsrítíð. Ivristileí't félag ungra kvenna.
137
nöfnin sín á lista, sem lá frammi á þessum allra fyrsta
fundi, sem varð stofnfundur K. F. U. K.
Ungu stúlkurnar hétu hver annari fyrirbæn sinni, þá
tókust þær einnig á hendur að hiðja fyrir öllum ungum
stúlkum, sem þær þektu til.
Þannig var K. F. U. K. reist á hinum trausta grund-
velli bænarinnar. Brátt bættust fleiri stúlkur í hinn biðj-
andi hóp, og samskonar bænarfélög mynduðust víðsveg-
ar um England.
Um svipað leyti, eða litlu síðar hóf önnur ung stúlka,
er síðar varð greifafrú Kinnaird, svipað starf i heims-
borginni miklu, Lundúnum.
Hún hafði séð margvíslega eymd og neyð á meðal
ungra stúlkna þar í borg, og sannfærðist um, að á þvi
yrði bezt ráðin bót með því, að kenna stúlkunum að
þekkja Guð og frelsarann.
Hún hófst handa. Safnaði stúlkunum saman. Stofn-
aði heimili fyrir fátækar munaðarlausar stúlkur liér og
hvar í borginni, þar sem þær gátu dvalið og notið leið-
beiningar og góðra ráða hjá þroskuðum kristnum kon-
um, sem tóku þær að sér með móðurlegri alúð.
Heimili þessu voru ávalt full skipuð, enda lýsti þar
og vermdi kærleikssól Drottins. Guðs orð var þar leið-
arstjarnan, sem lýsti margri afvegaleiddri sál, og benti
henni út úr ógöngunum á veginn heim.
Konur þessar, ungfrú Róbarts og frú Kinnaird, tóku
nú höndum saman um sameiginlegt áhugamál sitt, og
bráðlega breiddist starfið út um England með svipuð-
um hætti og hér hefir verið sagt frá.
Ungfrú Róbarts andaðist 1876. Hafði hún þá þegar
séð mikinn árangur af bænum ungu stúlknanna.
Árið 1884 hlaut félagsskapurinn eitt og sama nafn
um gjörvalt landið, og það heiti ber hann síðan í öll-
um löndum, þar sem hann hefir komist á fót: Kristi-
legt félag ungra kvenna.