Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 144
138
Guðrún Lárusdóttir:
Prestalélagsritið.
Starfið vex.
Frá Englandi barst starfsemin út um álfuna, sömu-
leiðis i aðrar heimsálfur.
Þegar félögunum fjölgaði bæði hér i álfu og utan
hennar, sáu forgöngukonur félaganna brýna þörf á
sambandi á milli félaganna. Arið 1892 var stofnað Al-
þjóðasamband félaganna (Worlds Young Womens
Christian Assoeiation). Stjórn Alþjóðasambandsins hafði
bækistöð sina i Lundúnum þangað til árið 1929, er liún
fluttist til Genf.
Öllum félögunum, hvar sem var í heiminum, var heim-
ilt að ganga í sambandið, að því tilskildu, að þau sam-
þyktu grundvallaratriði sambandsins, en þau eru
þannig:
„Kristilegt félag ungra kvenna vill leitast við að sam-
cina allar þær konur, sem trúa á Guð föður, skapara
sinn, Jesúm Krist, frelsara sinn, heilagan Anda huggara
sinn, samkvæmt Guðs opinberaða orði í heilagri ritn-
ingu, og sem eru innbyrðis sameinaðar í kærleika Guðs,
hafa vakandi áhuga á málefni Drottins, og vilja taka
liöndum saman til þess að útbreiða ríki hans, svo að
nafn hans helgist á meðal ungra kvenna. —“
Öðrum félögum, sem störfuðu á svipaðan hátt, en
greindi þó eitthvað á um grundvallaratriðin, var gefinn
kostur á bréfaviðskiftum, eða verða „bréfafélagar" inn-
an sambandsins.
Stjórn Alþjóðasambandsins kveður til alþjóðafunda
annað hvort ár, sem eru haldnir í ýmsum borgum og
löndum tii sluftis. Þangað senda félögin svo fulltrúa
sína. Þar eru málefni félaganna rædd, ársskýrslur gefn-
ar, efnahagsreikningar lagðir fram, og skýrt frá öllu, er
félögin varða og starfsemi þeirra hvar sem er í heim-
inum.
Mér verður það ávalt mikil gleði að minnast þess,
er ég sat einn slíkan fund sem fulltrúi frá K. F. U. K. á