Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 145
Prestaféiagsritio. Kristilefít félafí unfíra kvenna.
139
íslandi. Sá fundur var haldinn í höfuðborg Ungverja-
lands, Búdapest, og hófst 10. júni 1928.
Voru þar mættir fulltrúar frá 34 löndum, auk mikils
fjölda félagskvenna úr K. F. U. K. viðsvegar að.
Frú Parmour, ensk aðalsfrú, var þá forseti Alþjóða-
sambandsins, og setti hún fundinn og hafði j'firstjörn
hans á hendi.
Henni fórust, meðal annars, orð á þessa leið:
„Vér erum komnar hingað frá suðri, norðri, austri og
vestri, um langa vegu frá ýmsum löndum. Erindi vort
hingað er að ræða áhugamál vor og félags vors.
Vér erum af ólíku þjóðerni, höfum vanist ólíkum
lifnaðarháttum og höfum alist upp við ólík lífsskilju-ði,
höfum og vafalaust harla ólíkar skoðanir á mörgu, en
þó erum vér allar eitt í því, sem bezt er og öllu æðra —
sameinaðar um málefni Drottins vors og frelsara Jesú
Krists. Fyrir hans nafn viljum vér starfa, í hans nafni
viljum vér stríða, og breyta þannig, að nafn hans helg-
ist vor á meðal, og ríkið hans komi til vor. Ungar stúlk-
ur með Kristi, er kjörorð vort. —“
Það var hlustað með athygli á orð frú Parmour. Þau
voru töluð i fullri alvöru, og auðfundið, að hugur fylgdi
máli. Ánægjulegt var að horfa yfir hinn rúmgóða, þétt-
skipaða fundarsal í einu stærsta samkomuhúsi borgar-
innar (Vigado, þ. e. hús gleðinnar), þar sem saman voru
komnar fleiri hundruð konur úr öllum álfum heims,
harla ólíkar útlits, en allar með sama brennandi áhug-
ann fyrir málefninu, sem þær voru komnar til þess að
ræða um og hlýða á.
Ég varð þess vör á margan hátt, hve víðtæka starf-
semi K. F. U. K. hefir með höndum. Dagskrá fundar-
ins bar það og með sér.
Stjórn Alþjóðasambandsins, eða framkvæmdanefnd
hennar, hafði sent öllum félagsdeildum, sem eru i sam-
bandinu, prentaðar fyrirspurnir og eyðublöð undir svör,
löngu áður en fundurinn kom saman. Spurt var þar um