Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 146
140
Guðrún Lárusdóttir:
Prestafélagsritið.
• starfsemi og ásigkomulag bæði í þjóðmálum og félags-
málum, einkanlega um kjör kvenna, og sérstaklega lögð
mikil áherzla á að vita sem bezt um hag verkakvenna,
sem vinna í verksmiðjum stórborganna. K. F. U. K. hefir
beitt sér fyrir bættum kjörum þeirra.
Skýrslurnar lágu svo fyrir fundinum. Svörin við
spurningunum vörpuðu allskýru ljósi yfir ástandið, sem
því miður var ekki alstaðar hið ákjósanlegasta. En svör-
in báru það einnig með sér, að K. F. U. K. hefir barist
góðri baráttu, til viðreisnar mörgum, sem halloka fara
á ýmsum svæðum mannlífsins.
Aðaláherzlan er altaf lögð á hina andlegu ræktunar-
starfsemi, að glæða mannúð og réttvísi með því að beina
kærleikshugsjón kristninnar inn i hugskot mannanna,
ekki sízt þeirra, sem löggjafarstörf hafa með höndum,
og önnur stórfeld vandamál þóðanna.
Áður en umræður hófust um atvinnumálin, sem fund-
urinn hafði til meðferðar, var ávarp birt frá fram-
kvæmdarnefnd Alþjóðasambandsins, bendir það skýrt
á takmarkið, sem alheimssamband K. F. U. K. hefir sett
sér. Þar segir svo meðal annars:
„Alþjóðasamband K. F. U. K. vill skipuleggja, efla og
sameina öll þau félög, sem hafa útbreiðslu Guðs rikis á
stefnuskrá sinni, og vilja auka og glæða þekkingu
ungra stúlkna á Jesú Kristi, sem er frelsari mannanna
og Drottinn alheimsins,
Alþjóðasambandið vill einnig glæða kristilegan áhuga
einstaldingsins, innræta æskulýðnum virðingu fyrir
Guðs orði, hlýðni við vilja Guðs og samúð með öllum
mönnum, stéttum og þjóðum. —“
Einnig hafði fundurinn til meðferðar hagfræði- og
iðnaðarmál, og mikið var rætt um friðarmálin.
Fundarsamþyktirnar, sem gjörðar voru á fundinum,
studdust allar við þá sannreynd, að böl einstaklingsins
er böl fjöldans, með því að „Vér erum hver annars
limir“.