Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 147
prestaféiagsritiö. Kristilegt félag unfíra kvenna. 141
Bezta ráðið til að lækna meinin, sem þjá þjóðirnar,
er að kenna mönnunum lögmál kærleikans, og láta
það verða eins og' súrdeigið, sem sýrir alt deigið. Með
þvi að hafa áhrif á æskulýðinn og innræta honum trú
á Guð og' elsku til frelsarans er valin hin rétta örugga
leið að takmarkinu, sem K. F. U. M. hefir sett sér frá
öndverðu. Starfsemi félagsins er því fyrst og fremst
æskulýðsstarfsemi, en auk þess hefir félagið víðast hvar
með höndum allvíðtæka trúboðsstarfsemi í heiðnum og
ókristnum löndum. Það yrði of langt mál í stuttri rit-
gjörð, að lýsa því ítarlega.
Hjá sambandsþjóð vorri, Dönum, er starfsemi K. F.
U. K. mjög blómleg. Félögin eiga vönduð hús víðsveg-
ar um landið og fullkomna sumarbústaði, þar sem fé-
lagskonur dvelja í sumarleyfinu og njóta hinna fögru
sumardaga. Margir íslendingar, sem hafa komið til
Kaupmannahafnar, kannast við byggingu K. F. U. K. i
St. Kannikestræde, og hefir mörg islenzk stúlka hlotið
þar góðar viðtökur og notið þar dvalar um lengri eða
skemri tíma. Róma þær mjög hin vistlegu húsalcynni,
og þá eigi síður alúðlegt viðmót félagssystra og for-
stöðukvenna í K. F. U. K.
K. F. V. K. á íslandi.
K. F. U. K. var stofnað hér á landi rétt fyrir aldamót-
in, 29. apríl 1899. Séra Friðrik Friðriksson var stofn-
andi þess. Hann hafði þá nýlega stofnað Kristilegt fé-
lag ungra manna með fáeinum smádrengjum. En það
voru þessir litlu drengir, sem með söngvum sinum á
fyrstu fundum hins nýstofnaða félags, er haldnir voru
í þingstofunni á efri hæð hegningarhússins í Reykjavík,
vöktu löngun ungra systra, er áttu bræður sína í drengja-
hópnum hans séra Friðriks, til þess að stofnað yrði
svipað félag fyrir stúlkur. Þær komu svo að máli við
séra Friðrik, og báru fram ósk sína, en hann tók því