Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 148
142
Guðrún Lárusdóttir:
Prestafélagsrilið.
fjarri í fyrstu. Séra Friðrik hefir sjálfur sagt skemti-
lega frá þessari málaleitun litlu stúlknanna, og hvernig
hann færðist undan, en varð þó við ósk þeirra á end-
anum.
Stofnendurnir voru fermingarstúlkurnar, sem fermd-
ust þá um vorið. Hópurinn var smár í fyrstu, en það
bættist við hann smátt og smátt og nú er tala félagssystra
hér í bænum um 200, sem skiftist í tvær deildir, aðal-
deild og yngri deild. Starfa þær sjálfstætt hvor um sig
undir sameiginlegri stjórn, sem valin er á aðalfundi fé-
lagsins ár hvert.
Það verður að vísu ekki bent á nein áberandi af-
reksverk félagsins þau 35 ár, síðan það var stofnað.
Það rnælti ef til vill líkja því við viðarangann eða urt-
ina, sem teygir sig eftir ljósinu, eða rósina, sem teygar
sólarylinn og sendir frá sér sætan ilm til þakklætis fyr-
ir gjöf ljóssins og ylsins og verður þannig ýmsum til
blessunar og gleði.
15. júní 1928 var lagður hornsteinn að sameiginlegu
fundarhúsi K. F. U. M. og K. F. U. K. í Hafnarfirði. En
félögin höfðu þá starfað þar um hríð, og verið stofnuð
með fermingarhörnum, þegar séra Þorsteinn Briem var
aðstoðarprestur í Görðum og hjó í Hafnarfirði árið
1910. Það var margt manna við þá athöfn, er séra Frið-
rik Friðrikssson, brautryðjandi félagsskaparins liér á
landi, framkvæmdi.
Mikið var í fang færst, af fátækum félögum, er þau
réðust í allstóra húsbyggingu, en það var gjört í trú á
hann, sem hefir gefið fyrirheit um hjálp og styrk, ölluin,
sem vilja starfa fyrir málefni hans.
Séra Árni heitinn Björnsson prófastur, sem var þá
þjónandi prestur í Hafnarfirði, komst þannig að orði
um byggingu hússins:
„Hér er ekki ráðist í allstórt byggingarfyrirtæki með
hendur fullar fjár, heldur í fullu trausti þess, að þeg-
ar Drottinn byggir húsið, verði erfiðið ekki til ónýtis,