Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 149
Prestaféiagsritið. Kristilefft félag unfíra kvenna. 143
og að aldrei verði ráðafátt til framkvæmda þar, sem
í anda Drottins er að sanngóðu málefni unnið“.
— „Annars berast nú ríflegar gjafir til byggingar
fyrirtækisins, frá félögum og mörgum vinum, sem hafa
opin augun fyrir nytsemi og ágæti K. F. U. M. og K.
og telja það mikla nauðsyn, að slíkri kristilegri starf-
semi sé og verði framhaldið á meðal ungmennanna, til
eflingar kristilegri trú og siðgæði.
Kristilegri kirkju og söfnuðum rejmist hvarvetna hinn
ágætasti stuðningur að því, að eiga öflugan K. F. U.
M. og K. l'élagsskap að starfi innan sinna vébanda“.
Arið 1926 var K. F. U. K. stofnað í Vestmannaeyjum
að tilhlutun áhugasamra kvenna og sóknarprestsins
séra Sigurjóns Árnasonar, sem hefir frá upphafi verið
lífið og sálin í félagsskapnum, og stutt að velgengni hans
á allan hátt.
Fyrst framan af starfaði félagið í einni deild, en árið
1928 var stofnuð yngri deild félagsins, fyrir unglings-
stúlkur frá 13—18 ára. Eftir 18 ára aldur gjörast þær
meðlimir eldri deildar. Árið 1930 var stofnuð yngsta
deild fyrir telpur frá 8—12 ára.
Starfshættir K. F. U. K. eru með svipuðum hætti á
þeim þrem stöðum hérlendis, þar sem félögin eru til.
Aðalatriðið, sem mest áherzla er lögð á, er að glæða
trúarlífið, veita fræðslu í Guðs orði og vekja áhuga fyr-
ir öllu, sem er satt, göfugt og gott, og' þessi viðleitni, þó
i smáum slíl sé, hefir orðið til blessunar. Vafalaust yrðu
prestar landsins ekki studdir með öðru betur í starfi
sínu fyrir kristindóm þjóðarinnar, heldur en með stofn-
un og starfsemi Kristilegra félaga ungra manna og
kvenna. Virðist það tilvalið verkefni handa prestum
landsins og engu síður handa konunum þeirra, að koma
á fót þess háttar félagsskap með fermingarbörnunum
— byrja með þeim. Reynslan hefir þegar sýnt, að það
er liappasæl byrjun, og er furðulegt, að það skuli ekki
vera reynt, svo að segja i hverri kirkjusókn landsins,