Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 150
144 Guðrún Lárusdóttir: prestaféiagsritið.
en sérstaklega virðist verkefnið liggja vel fyrir í kaup-
túnum og þéttbýlli stöðunum.
Utanlands er það eitt af viðfangsefnum K. F. U. K.
að hafa leiðbeiningarskrifstofur í sambandi við járn-
brautarstöðvar stórborganna.
Þar eru jafnan ungar stúlkur til taks frá K. F. U. K.,
sem leiðbeina og hjálpa ókunnugum aðkomukonum og
stúlkum, er til borgarinnar koma. Má nærri geta, hversu
vel slík hjálp kemur sér, og hversu miklu öruggari þær
eru mæðurnar heima fyrir, er þær senda dætur sínar
frá sér, þegar þær vita, að til er holl leiðbeining og góður
félagsskapur, sem býður ungu og óreyndu dótturinni
liðveizlu og leiðbeining, og gefur henni þar að auki kost
þess að kynnast kristilegum félagsskap, þar sem lögð
er áherzla á alt gott og göfugt.
Reykjavík er að vísu ekki stór borg á venjulegan
mælikvarða, en samt þykist ég vita, að margri móður-
inni er það ærið áhyggjuefni, að senda dætur sínar
þangað, einar og ókunnugar, og bera ekki sízt kvíð-
boga fyrir félagsskapnum, sem þær velja sér. Ég held
að þeirri áhyggju væri talsvert af létt, ef dæturnar
vendu komur sínar á fundi K. F. U. K. og yrðu hand-
gengnar félagsskapnum, og að því gætu mæðurnar
stuðlað með þvi að hafa bréfasamhand við félagskonur
eða forstöðunefnd félagsins, sem taka mundi opnum
örmum sérhverri ungri stúlku, sem leita vildi kynning-
ar við félagið. Þar mundi hún eignast holla vini, og
kynnast því einu, sem sómasamlegt er og gott afspurnar.
K. F. U. K. heldur fundi á hverju föstudagskveldi kl.
8 og hálf í húsi K. F. U. M., og eru allar stúlkur og kon-
ur hjartanlega velkomnar á fundina, hvort sem þær
vilja gjörast meðlimir félagsins eða ekki.
Ég vil taka það fram hér, að ég hefi kynst mörgum
sveitastúllcum, sem dvöldu vetrarlangt í Reykjavík, og
komu þangað bláókunnugar, en voru svo lánsamar að