Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 154
Prestafélagsritifi.
UM LÍKNARSTARFSEMI
I DANMÖRKU.
Eftir Guðmund prófast Einarsson.
„Folkekirkeligt filantropisk Forbund“> sem er sam-
vinnufélagsskapur allra kirkjulegra stefna evang. lút.
kirkjunnar í Kaupmannahöfn að liknar og mannúðar-
málum, hélt ársfund sinn 23.—25. maí i ár í Kaup-
mannahöfn, og bauð þangað einum manni frá hverju
hinna norrænu ríkja, og var biskup vor svo elskulegur
að útnefna mig til þeirrar ferðar.
Það er ekki tilgangurinn, að ég fari að segja yður
hér neina ferðasögu, enda var ferð mín einföld og lík
ánnara, sem þessa leið fara, heldur að skýra yður frá
fundi þeim, sem ég var sendur til þess að sitja og starf-
semi þeirri, sem hélt hann.
Eins og yður er kunnugt, eru ýmsar stefnur ríkjandi
innan lút. kirkjunnar í Danmörku. Frá gamalli tíð voru
þær aðallega þrjár, Innri-missions-, Grundtvigs- og Há-
kirkjustefnan, en síðan liafa ýmsar bæzt við, nýguð-
fræði fyrst og nú síðast Bartsstefnan o. s. frv., en til
þess að veikja ekki um of starfsemi kirkju’nnar að
líknarstörfum var það ráð tekið fyrir 32 árum, að sam-
eina allar þessar stefnur í Kaupmh. um samvinnu í
líknarmálum, og hefir það reynst mjög happadrjúgt og
eflaust fært stefnurnar nær hverja annari og gjört þær
umburðarlyndari.