Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 155
Prestaféiagsritið. Um líknarstarfsemi í Danmörku
149
Upphaflega var þessi starfsemi nefnd „Den sam-
virkende Menighedspleje“ og var í því fólgin, að ein
sameiginleg aðalskrifstofa var sett á stofn 1. olct. 1902 til
þess að hafa yfirumsjón með öllu liknarstarfi innan safn-
aðanna, þó þannig, að liver sókn hafði sitt starf út af fyr-
ir sig, eins og áður var. Skrifari var valinn cand. theol.
Alfred Th. Jörgensen, sem er aðalmaður þessarar starf-
semi, formaður í „Folkekirkeligt filantropisk For-
bund“, sem starfsemin nú er nefnd, af því að hún hefir
nú víðtækara starfsvið en var í byrjun. En nú er for-
maðurinn ekki aðeins cand. tlieol., heldur prestur og
doktor í guðfræði, milálsmetinn sem fræðimaður og
þó einkum sem praktiskur og duglegur starfsmaður.
Aðalstarfsemin, sem kirkjulega sambandið hefir mcð
höndum, er starfið fjrrir börnin innan safnaðanna, og
taldi dr. Jörgensen það lang-þýðingarmesta og blessun-
arríkasta starfið. Starfið fyrir gamalmenni er annað
aðalstarfið og þriðja starfið fyrir sjúka í söfnuðum heima
og heiman. Auk þess safnar þetta samband fé til jóla-
gjafa til fátækra, sá um matgjafir handa fátæklingum
á striðsárunum og árúnum þar á eftir, meðan neyð
þrengdi að í Kaupmannahöfn, og réttir enn hjálparhönd
þeim, sem bágt eiga og skortir lífsviðurværi. Það skoð-
ar yfirleitt enga líknar - eða hjálparstarfsemi sér óvið-
komandi, t. d. að útvega atvinnulejysingjum í Kaup-
mannahöfn atvinnu úti á landi, hjálpa þreyttum til að
komast á hvíldarheimili og börnum á sumardvalarheim-
ili o. s. frv.
Af allri þessari starfsemi sambandsins gat ég á þeim
stutta tírna, sem ég hafði yfir að ráða í Danmörku, sem
aðeins voru 15 dagar, ekki kynt mér annað persónu-
lega, en starfið fyrir börnin, enda notaði ég allan tíma
minn til þess að kynnast sem bezt því starfi bæði hjá
„Folkekirkeligt filantropisk Forbund“ og barnaheimil-
um og hælum, þar sem þetta var talið bezt til fyrir-
myndar.