Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 157
Prestaféiagsritið. Um líknarstarfsemi í Danmörku
151
ilin ekki geta veitt. Ríkið verður að sjá um skóla alla,
einnig fyrir andlega veilduð börn.
Öll þau börn, sem taka verður frá foreldrunum, vegna
þess, að þeir eru ekki færir um að ala þau upp, verður
ríkið að sjá um að komist á heimili, sem fær séu um að
ala þau upp svo vel sé, eða stofna til þess sérstök bama-
heimili. Þeir foreldrar einir, sem færir eru um að greiða
meðlag með slíkum börnum, eiga að gjöra það að ein-
hverju leyti, en sú innheimta er víst fremur í orði en
á borði.
Um öll siðspilt börn verður ríkið að annast og hrepp-
arnir.
Og jafnvel áður en bömin fæðast, verður ríkið að
gæta þeirra og vernda þau, því fátækar mæður geta
fengið nokkurn styrk síðustu mánuði meðgöngutímans,
til þess að þær ekki skuli liða skort, og í sex mánuði
eftir barnsburð fá þær 1 líter af nýmjólk daglega á
kostnað hins opinbera, til þess að þær geti haft bömin
á brjósti.
Yfir þroska- og manndómsárin er ætlast til að hver
maður vinni fyrir sér og sínum; en þeir, sem atvinnu-
lausir eru á þeim árum, fá þó atvinnuleysisstyrk, sem
er 7—8 kr. á viku fyrir einhleypa en alt að 20 lcr. fyrir
fjölskyldu. Það er að vísu ekki mikið, en þó virtist mér,
að hér væri það einkanlega, sem mörgum þætti lögin
varhugaverð. Ræðumenn á fundinum sögðu, að margar
stúlkur vildu heldur vera atvinnulausar í Kaupmanna-
höfn og njóta þessa litla styrks, heldur en t. d. að fara
upp i sveit og vinna þar fyrir fæði og lágu kaupi; og
heimilisfeður teldu sér það beinan skaða að fara út úr
bænum til þess að fá atvinnu, þó þeir fengju 4—5 kr.
á dag, sem er hið venjulega kaup í sveitum þar. Auk
þess eru húsaleigustyrkir veittir eitthvað, en ég veit ekki,
hvaða skilyrðum það er bundið.
Þegar svo aldurinn færist yfir, sér rikið og hrepparn-
ir fyrir öllum þeim, sem fátækir eru og farlama.