Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 160
154
Guðmundur Einarsson:
Prcstaíélagsritiö-
uðum um hjúkrunarkonur til fasts starfs innan safnað-
anna hefði stofnunin aðeins getað fullnægt tveimur.
Næsta dag, fimtud. 24. maí, var fundur settur kl. 9x/4
úti á Elliheimili Friðriksbergs, utarlega á Godthaabsvej.
Fundarefnið var: „Samvinna milli opinberrar fram-
færslu þurfamanna og einstaklingshjálpar“, og var að-
alræðumaðurinn Kontorchef á Friðriksbergs Social-
kontor, H. C. W. Hejlessen. — 1 ræðu sinni, sem var hin
fróðlegasta, sem flutt var á fundum þessum — fyrir mig
að minsta kosti — benti hann á, að á undanförnum ár-
um hefði altaf fleiri og fleiri menn komið á framfæri
hins opinbera, sem áður höfðu bjargast áfram með hjálp
einstakra manna, og svo hefði það loks endað með
Social Reformlögunum. En þar sem mest af starfinu
hefði verið í höndum einstakra líkarstofnana áður en
lögin voru samin, hefði ekki verið hægt að komast hjá því
að fela þeim það framvegis að meira eða minna leyti.
og því hefði orðið að setja þeim ýms ákvæði í lögunum-
Því næst ræddi hann um ýms ákvæði laganna og benti
á, hvernig samvinna gæti verið hentug fyrir það opin-
bera bæði við hinar sjálfstæðu stofnanir og hjálparstarf-
semi einstakra manna. Aðeins í Kaupmannahöfnkvaðhann
vera 300 félög eða sambönd einstaklinga, sem öll hafa
það að markmiði, að líkna og hjálpa á einhvern hátt,
svo að það er augljóst, að mörg félög vinna á sama
sviði, og því er ekki hægt að komast hjá prettum líkn-
arbeiðenda og því, að sumir fái framfæri hjá tveimur
eða fleiri félögum; en einmitt á þessu reyna Social
Reformlögin að ráða bót.
Ennfremur benti ræðumaður á, að þótt Social Reform-
lögin reyndu að bæta úr bráðustu neyð allra, þá væri
líka þar með búið, en oft og viða þyrfti meiri hjálp en
hægt væri að veita samkvæmt þeim, svo að starfssviðið
fyrir alla hjálp einstaklinga væri nóg eftir sem áður.
Allmikla gleði og uppörvun virtist mér ræða þessi færa
fundarmönni'm, enda var það eðlilegt, því að ræðumaður-