Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 161
Prestaféiagsritið. Um líknarstarfsemi í Danmörku
155
inn er einn af þeim, sem mest hefir að segja um það,
hvernig lögum þessum er beitt, að minsta kosti á Frið-
riksbergi.
Á eftir var skoðað elliheimilið, sem er hið veglegasta
og mjög hagkvæmt fyrir gamalmenni.
Kl. 2 var þvi næst haldinn fu'ndur i „Korssalen“ i
Studiestræde, og var fundarefni: „Starfið meðal hinna
aumustu, næturgistingarherbergi og vinnuhæli“. — En
á þeim fundi mætti ég ekki, þvi að ég var þreyttur af
að rölta um bæinn og skoða öll hælin, tvö fyrri daginn
og elliheimilið um morguninn. Um kvöldið kl. 7% komu
svo fundarmenn saman til guðsþjónustu og altarisgöngu
í St. Stefáns kirkjunni á Norðurbrú hjá Rosendal
prófasti, sem fylgir Grundtvigstefnunni. Siðan komu
menn saman í samkomuhúsi safnaðarins, Karmel, þar
sem dr. med Örum talaði um: „Barnastarfið samkvæmt
Socialreformen“, og taldi hann mestán feng að lögun-
um fyrir það starf, hina fyrstu hjálp hins opinbera til
mæðranna um og eftir barnsfæðingar.
Síðasta fundard., 25. mai, komu menn saman í sam-
komusal Brorsonskirkjunnar í Rantzausgade og fund-
arefni var: „Björgunarstarfið meðal kvenna“. Ræður
héldu fröken Dorothea Rasmussen frá Suðurjótlandi,
sem kvað hin nýju lög engin áhrif hafa haft á það
starf, og fröken Edela Paulsen, sem starfar fyrir fé-
lagið „Danske Kvinders Velfærd“, og var hún nokk-
uru vafameiri um áhrif laganna að því, er hennar
félag snerti. En einkum var það ein af konum þeim,
er tóku síðar til máls, sem taldi lögin gjöra þeim starfið
erfiðara, einkum sakir þess, að stúlkur vildu heldur
ganga atvinnulausar í Kaupmannahöfn, og fá þar at-
vinnuleysisstyrk, en fara í vinnu í sveit, en atvinnuleysið
væri þeim ekki holt.
Klukkan 1 var svo lagt á stað í bílum til „Filadelfiu",
sem er heilsuhæli fyrir þreytta og þunglynda, sjúkrahús
fyrir niðurfallssjúka og fyrir geðveika og rúmar um 800