Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 162
156
Guðmundur Einarsson:
Prestafélagsritið.
sjúklinga alls. „Filadelfia“ liggur við Dianalund, fyrir
suðvestan Sórey, og er orðið heilt þorp, sem í daglegu
tali er nefnt „Borg hinna sjúku“. 1 þeirri för tóku 50
fundarmenn þátt. Vorum við fulltrúi Finnlands og fröken
Lára Sigurbjörnsdóttir boðin í þá för, en fulltrúar Nor-
egs og Svíþjóðar voru farnir heim, höfðu oft komið
þarna áður. Þegar við komum þangað, var kaffiborð til
reiðu, og settust allir þegar að kaffidrykkju, en formað-
ur þessa hælis, dómprófastur Skovgaard-Petersen, bauð
gesti velkomna.
Var siðan gengið í samkomusal stofnunarinnar, og
skýrðu þeir Visbj% prestur hælisins, og yfirlæknir þess
dr. med. H. Scliou frá sögu og starfi hælisins i snjöllum
ræðum, og var því næst farið liús úr liúsi og alt skoðað,
og þótti mikið til koma. — Síðan var sezt að miðdegis-
verði, og bauð form. hælisins Skovgaard-Petersen út-
lendu gestina velkomna, einkum fór hann hlýjum orð-
um um ísland og bað mig bera kirkju íslands kveðju
sina með þeirri einlægu ósk, að hún mætti einhver not
hafa af reynslu og starfi hinnar dönsku kirkju, og bað
þess, að blessun Drottins hvíldi yfir kirkju vorri og starfi
hennar.
Þessar hlýju óskir þakkaði ég fyrir mína og ísl. kirkj-
unnar liönd og sagði dómprófastinum, að mér væri ó-
hætt að fullyrða, að ísl. kirkjan hefði mikið þegið af
dönsku kirkjunni og ekki myndu rit hans sjálfs eiga
minstan þátt í því, sem ekki aðeins prestar heldur fjöldi
leikmanna hefðu haft mikla blessun og gleði af að lesa.
Kl. um 9 var lagt af stað, og héldu menn heim
til sín glaðir og ánægðir eftir daginn og fundina alla,
eða svo var um mig.
Tilgangurinn með fundum þessum er fyrst og fremst
sá, að starfsmennirnir, sem vinna að hinum ýmsu líkn-
arstörfum, fái að kynnast hverir öðrum og hinum ýmsu
starfsgreinum, þessvegna voru fundirnir haldnir eins