Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 163
Prestaféiagsrítið. Uin líknarstarfsemi í Danmörku
157
víða og hægt var og þó altaf í merkum stofnunum, sem
heyra að einhverju leyti undir „Folkekirkeligt filantro-
pisk Forbund", eða eru meðlimir þess. 1 öðru lagi sá, að
sameina hugi manna, er hallast að hinum ýmsu kirkju-
legu stefnum; þessvegna er t. d. byrjað hjá „Innri
missioninni“, altarisganga hjá Grundtvigssinnum o. s.
frv. Loks er tilgangurinn sá, að menn kynnist því, hvar
skórinn helzt kreppir að í starfinu, ef unt væri að ráða
bót á því.
Sannarlega vildi ég óska þess, að þjóð vor væri svo vel
sett og svo efnum búin, að hún gæti komið á hjá sér
svipuðum lögum og Social Reformlög Dana eru, því að
þótt slík lög yrðu nokkuð misnötuð, þá myndu þau færa
mörgum, sem nú eiga erfitt, mikla blessun og gleði.
Þótt ekki væri nema það, að ríkið gæti tekið að sér, að
annast alla vitskerta, fábjána og geðveika, gæti sett á
stofn hæli og skóla fyrir andlega sljó börn og þau sem
veikluð eru — og kaupstaðir landsins gætu gefið fátæk-
um mæðrum nægilega mjólk og fæði, svo að börn þeirra
gætu fengið nóga móðurmjólk fyrstu mánuði lífsins,
væri slíkt afarmikils virði.
Ég sagði frá því, að dr. Jörgensen teldi starfið fyrir
börn á fyrsta ári einna þýðingarmest og blessunarríkast
af öllum þeim störfum, sem söfnuðirnir hafa með hönd-
um. Langar mig þvi til að reyna að lýsa því ofurlítið
fyrir yður, áður en ég lýk máli mínu.
Dagana, sem ég var i Höfn áður en fundirnir byrjuðu,
notaði ég til þess að kynnast starfinu fyrir ungbörnin
og hin andlega vanþroskuðu börn í Kaupmannahöfn.
Dr. Jörgensen réð mér til að koma föstud. 18. maí á
„Hjálparstöð barna“, sem er í samkomuhúsi St. Mat-
teusar safnaðarins, og tók barnalæknirinn Aage Bojesen
móti mér hið elskulegasta, enda hafði dr. Jörgensen beð-
ið hann þess. — Cti fyrir dyrum og í garði hússins var
alt fult af barnavögnum og mæður að fara og koma
með börn sin til skoðunar og eftirlits, þær komu með