Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 164
158
Guðmundur Einarsson:
Prestafélagsritið.
þau vikulega fyrstu mánuðina, og daglega kvað
læknirinn koma þar um 100 mæður með böm sín. Hann
skoðar hvert bam og gætir að því, hvort þau séu heil-
brigð eða þurfi á sérstakri læknishjálp að halda; gætir
að því, hvort móðirin hefir barnið á brjósti og nægilega
mjólk fyrir það á þann hátt; hjálpar mæðrum, sem
þess þurfa, til að fá mjólk handa sér frá því opinbera og
gefur mæðrunum viðtæka og nákvæma ráðleggingu um
meðferð bamsins, einkum þeim sem ungar eru og ó-
vanar uppeldi barna. Það eru liðin 26 ár síðan fyrst var
byrjað á þessu starfi, og nú eru 10 slikar stöðvar í Kaup-
mannahöfn, og það talið nægilegt í bráð. Tveir lækn-
ar starfa á hverri stöð og margar hjálparkonur; munu
hafa verið 7 eða 8 þar sem ég kom.
Kostnaðurinn við þetta starf er afarmikill, t. d.
fara um 80 þús. kr. aðeins til þess að útvega nægi-
lega nýmjólk handa mæðrunum, en af þvi borgar
bærinn aftur talsvert mikið. Mörgum mæðrum þarf að
gefa föt á börnin, vagna, svo að þær komist með þau á
stöðvarnar, og jafnvel sæmileg rúm handa börnunum
til að sofa í heima.
Og hver er svo árangurinn af starfinu?
Fyrir 1908 dó venjulega alt að 6. hvert ungbarn
í borginni á 1. árinu. 1908 fæddust 12793 börn og dóu
1924. En árið 1924 fæddust 10778, og af þeim dóu aðeins
833 eða tæplega 13. hvert barn mót 6. hverju áður. Af
börnum þeim, sem fæddust 1924, munu um 1000 hafa
verið undir eftirliti barnastöðvanna, en af þeim dóu
aðeins 20 börn, eða 1 af hverjum 50, en af hinum 1 af
hverjum 12 börnum. Svo að munurinn er mikill.
Áður fyr var barnadauðinn mestur meðal óskilgetinna
baraa, en nú munu einmitt mæður þeirra leita mest á
barnastöðvar þessar, þessvegna munar nú svo miklu yfir-
leitt, hve færri börn deyja á 1. ári, þótt aðeins 10. hvert
barn komi þar.
Og sannarlega er það ekki litið starf að hjálpa og leið-