Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 165
Prestaféiagsritið. Um líknarstarfsemi í Danmörku
159
beina 10. hverri móöur i svo stórri borg sem Kaup-
mannahöfn er, og gott til þess að vita, að svo mörgum
barnslífum er bjargað árlega með starfi þessu.
Því að það, að bamadauðinn hefir minkað einnig meðal
þeirra barna, sem aldrei koma á stöðvar þessar, er þeim
óbeinlínis að þakka, þær hafa sannfært mæður um það,
að líf einskis barns er ti*ygt fyrsta árið, ef það ekki fær
brjóstamjólk; og það hefir aftur knúð hið opinbera til
þess að úthluta fátækustu mæðmm nýmjólk, svo að þær
gætu mjólkað börnum sínum. Þessvegna er þetta starf
orðið eitthvert vinsælasa starfið, sem söfnuðirnir hafa
með höndum.
Skyldi hér ekki vera alvarlegt umhugsunarefni og
starfssvið fyrir söfnuðina í höfuðborg vorri og máske
víðar um landið?
Eftir fundinn var ég í fimm daga á ferðalagi um Sjá-
land og Jótland, til þess að skoða barnaheimili og hæli
fyrir vitgrönn börn og fávita, og fór þar eftir ráðlegg-
ingum yfirinspectors Shjerbæk. Alls skoðaði ég 6 barna-
hæli, 3 á Sjálandi og 3 á Jótlandi, en ekki vil ég þreyta
á þvi að fara að lýsa þeim, enda gæti ég það varla svo
að gagni væri.
I Danmörku eru nú: 14 unglingaheimili fyrir siðspilt
börn; 7 skólaheimili, sem barnaverndarráðin láta böm á;
7 skólaheimili með mismunandi tilgangi og augnamiði;
118 barnaheimili viðurkend af rikinu, sem barnavernd-
arráð mega láta börn á; 43 barnaheimiii, sem ríkið hefir
íhlutun með; 53 barnahæli, sem taka móti börnum til
bráðabirgða og athugunar, viðurkend af ríkinu; 26,
sem rikið hefir enga íhlutun með; 11 heimili og stofn-
anir fyrir fáráðlinga; 21 hæli fyrir veikluð böm og van-
þroska; 3 hæli fyrir blind börn; 24 hæli og sjúkrahús
fyrir kirtla- og berklaveik börn; 246 hæli og stofnanir,
sem teljast til „Forebyggende Barneforsorg“.
Alls er þannig 573 hæli og stofnanir fyrir börn, auk
almennra barnaskóla og heimila einstakra manna, er