Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 168
162 S. P. S.: Ný bók um J. R. Mott. Prestafélagsritift.
þess á leit við liann. Hafði forsetinn ásett sér að ná í
beztu menn þjóðar sinnar í þjónustu ríkisins, og taldi
engan mann hæfari til að vcrða fulltrúa Bandaríkjanna
í Kína en Mott, sem þá var þar á ferðalagi. Forsetinn
sendi beiðni sína símleiðis og bréfleg'a og lagði fast að
Mott að takast störf þessi á hendur; taldi það mikils-
vert bæði fyrir Kína og heim allan. En Mott sendi svar-
skeyti og kvaðst vera bundinn öðrum skyldustörfum og
því ekki geta tekið þetta að sér. Forsetinn gafst þó ekki
upp, en sendi að nýju símskeyti og fékk vini sína í lið
með sér, til þess að liafa áhrif á ákvörðun Motts um þessi
efni. Bauð hann hin beztu starfskjör. En alt varð árang-
urslaust. Mott mat það öllu öðru meira, að geta haldið
áfram að vera „sendiherra Krists“, óbundinn öllum öðr-
um störfum.
Mott telur mikilvægasta starf sitt að útvega nýja liðs-
menn til kristilegra áhrifa, leiðbeina þeim og lijálpa.
Þessvegna er sérstök ástæða til að gefa æfistarfi Motts
gaum á vorum timum, þegar samstarf presta og leik-
manna að glæðing trúarlífsins með þjóðinni er að nýju
að komast á dagskrá meðal kirkjulegra áhugamanna
vorra. Af engum núlifandi manni hygg ég að meira
verði lært um alt kristilegt og kirkjulegt samstarf en
Mott, enda er alt líf hans sjálfs þar hin ágætasta fyrir-
mynd. Hann leggur ríka áherzlu á það i orði og verki,
að meira sé um vert, að fá marga til að starfa að kristin-
dómsmálunum, en að ætla sér að vinna margra manna
verk einn.
Bók þessi er ekki aðeins full af fróðleik um kristilegt
starf mikilhæfs manns, heldur einnig bezta hvatning og
leiðbeining fyrir alla þá, er taka vilja þátt í kristilegu
starfi og fá aðra til þess.
S. P. S.