Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 169
Prestafélagsritið.
PRESTAFÉLAGIÐ.
1. Bókaútgáfa.
Bók dr. theol. Björns B. Jónssonar: „Gu8sríki“, sem getið var
um í síðasta „Prestafélagsriti", kom út í okt. f. á„ og var nálega
þriðjungur upplagsins sendur til Ameríku. Var bókinni tekiS
þar mætavel, sem vænta mátti, og hennar getið í blöðum
vestra mjög lofsamlega. T. d. skrifar dr. Richard Beck um hana,
að milli spjalda hennar sé að finna mikinn hugsanaauð, víða
bregði þar fyrir leiflrum málsnildar og andrikis, og tekur það
fram, að bókin sé miklu fremur trúarlegs eðlis en guðfræðilegs,
og einkar vel fallin til jólagjafa og til vinagjafa, hvenær sem
sé á árinu. — Hér heima hefir þessu ágæta riti einnig verið
tekið vel.
„Messusöngvar“ eftir Sigfús Einarsson dómkirkjuorganista
komu út í maí þ. á. á kostnað Prestafélagsins. Var útgáfu söngva
þessara flýtt sem unt var, til þess að prestum væri gjört mögu-
legt að taka til notkunar hið nýja guðsþjónustuform þegar við
útkomu Helgisiðabókarinnar nýju. En við samningu söngvanna
var farið eftir ósk prestastefnunnar 1933, að hafa lögin í sam-
ræmi við tónlög og messusvör Péturs Guðjohnsens. Mun flestum
koma saman um, að Sigfúsi organista hafi tekist þetta prýðis-
vel. Vandað var til útgáfunnar sem mest mátti og hefir sá mað-
urinn, sem mest hefir fengist við nótnaútgáfu hér á landi, látið
svo um mælt, að prýðilegri nótnaútgáfa hafi aldrei verið prent-
uð hér á landi. Er þess fastlega vænst, að ekki aðeins prestar
og organleikarar kaupi bók þessa, heldur verði séð svo um, að
allar kirkjur einnig eignist hana. Ættu fjölmennir söfnuðir að
kaupa að minsta kosti 10 eintök handa söngflokk sínum, en fá-
mennir söfnuðir létu sér nægja 2—5 eintök. Mun óhætt að full-
yrða, að miklu auðveldara muni reynast að nota messusöngva
þessa en margur að óreyndu hyggur, ekki sízt vegna þess, að
gjört er ákveðið ráð fyrir því í Helgisiðabókinni, að safnaðar-
svörin séu sungin jafnt fyrir því, þó prestur lesi í stað þess að
11*