Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 170
164
Prestafélagið.
Prestafélagsrltið.
tóna. — í „Messusöngvum“ eru ekki lög við alt það, sem Helgi-
siðabókin gjörir ráð fyrir að tónað sé og sungið, en úr þessu
verður bætt eins fljótt og auðið er. Koma þeir söngvar út í
nýrri bók, sem Prestafélagið einnig mun gefa út. Þar verða lög
við öll safnaðarsvörin, sem ætlast er til að notuð séu við útför
framliðinna, og annað það, sem ekki gat komist að í „Messu-
söngvum“.
Kirkjusaga eftir Vald. V. Snævarr skólastj 'ra kom út í sumar.
Er liún ætluð mentaskólum, gagnfræðaskólum, alþýðuskólum og
efstu bekkjum barnaskólanna. Hefir engin slík bók verið til áð-
ur hér hjá oss, og bætir þessi kirkjusaga því úr brýnni þörf. Hún
er efnismikil og kemur furðu víða við, ekki stærra ágrip. Auk
þess er hún létt og lipurt skrifuð. Mun siðar birtast um hana
ritdómur í „Kirkjuritinu“.
,,Prestafélagsritið“ kemur nú út í sextánda sinni, og i siðasta
sinni í núveraudi mynd. Hafa ýmsir harmað það, að svo skuli
vera, og álíta, að ritið leggist niður. En þetta er mesti misskiln-
ingur. Þótt nafninu sé breytt og ritið framvegis komi út 10
sinnum á ári, og ritstjórarnir verði 2 — er síður en svo, að það
hætti að koma út. Hið nýja rit verður beint áframhald „Presta-
félagsritsins“ og „Kirkjublaðs“ og hygst að reyna að fullnægja
i einu lagi kröfum þeim, er menn vildu gjöra til rita þessara,
annarsvegar þeirra, að flytja ítarlegar ritgjörðir, sem væru of
langar fyrir litið blað, og hinsvegar að flytja fréttir, innlend-
ar og útlendar, og geta um kirkjuleg rit og eftirtektarverðar
bækur innlendar, jafnskjótt og þær koma út og eru sendar
ritinu. Hvorugt þetta gat rit, sem kom aðeins út einu sinni á
ári, int af hendi. En nú á að vera fært að sameina þetta, i riti,
sem kemur út mánaðarlega, nema 2 sumarmánuðina. Vonum
vér því, að breytingu þessari verði tekið vel, og að allir kaup-
endur og stuðningsmenn hinna tveggja kirkjulegu rita reynist
hinu nýja riti sem bezt, þegar það hefur göngu sína um miðj-
an janúar næstkomandi. Eigi útgáfufyrirtæki þetta að takast
sæmilega og ekki verða mönnum vonbrigði, verða allir áhuga-
menn um kirkjumál og kristindómsmál að leggja ritinu lið,
bæði með þvi að afla þvi kaupenda og senda því fréttir og
greinar um alt það, er þessi mál varðar. Útgáfa ritsins kostar
bæði mikið fé og mikla fyrirhöfn — þess vegna þurfa margir
að leggja því liðsinni, eigi það að ná tilgangi sínum.
2. önnur mál.
Um mál þau, er falin eru föstum nefndum, vísast til fundar-
gjörðar aðalfundar 1934.