Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 172
166
Prestafélagið.
Prestafélagsritið.
(sbr. bls. 163) o. fl. og rakti því næst tildrögin til þess, að rá'ðist
var i útgáfu Kirkjublaðs í nóv. siðastl. Höfðu komið fram margai
óskir um útgáfu sliks blaðs á siðustu aðalfundum og 12 prestar
verið kosnir til þess að hrinda henni af stað, ef þeir teldu
það fært. Hafði stjórn félagsins athugað fjárhagshlið málsins
og annað það, er útgáfuna varðaði, og því næst lagt niðurstöður
sínar fyrir þá presta, sem frumkvæði höfðu haft að blaðaútgáfu
þessari og mestan áhuga sýnt á því máli. Var í samráði við þá
ráðist i útgáfu blaðsins, í þeirri von, að undirtektir yrðu góðar
og blaðið gæti eflst þrátt fyrir fátæklega byrjun. Nú ætti fund-
urinn að skera úr því, hvort halda skyldi áfram að gefa út blað
og tímarit í senn, eða fara inn á þá braut, sem áður hafði verið
stungið upp á af stjórn félagsins, að stækka Prestafélagsritið
og iáta það koma út oft á ári. Þá gaf Ásmundur Guðmundsson
háskólakennari fyrir hönd útgáfustjórnar yfirlit yfir fjárhag
blaðsins og sýndi fram á, að talsverður halli myndi á útgáfunni
um næstu áramót. Ylli því tvent, auglýsingar í blaðið hefðu orðið
miklu minni en til var ætlast og kaupendur færri. Væru þeir
nú 1055, en þyrftu að vera langtum fleiri til þess, að útgáfan
bæri sig. Þrátt fyrir þetta gæti þó ekki komið til mála að hætta
við útgáfu blaðsins án þess að eitthvað kæmi i staðinn. Eftir
talsverðar umræður var kosin nefnd í málið. Bar hún fram
álit sitt síðar á fundinum og hlaut það samþykki. En það var
á þessa leið:
„Prestafélag íslands gefur út næsta ár rit, er komi út 10 sinn-
um á ári, alls um 24 arkir i sama broti og Prestafélagsritið og
sé upplagið 2000 eintök. Rit þetta nefnist „Kirkjuritið“ og komi
í stað Prestafélagsritsins og Kirkjublaðs. Ritstjórar verði þeir Sig.
P. Sivertsen og Ásmundur Guðmundsson og meðstarfsmenn að
ritinu ennfremur 5 prestar, er ritstjórarnir kveðja sér til að-
stoðar. Verð árgangsins sé 4 kr., er greiðist í tvennu lagi. Hver
prestur í Prestafélaginu fái eitt eintak af ritinu fyrir 10 kr. ár-
gjald sitt og sjái um skilvísa greiðslu á 5 eintökum, 20 kr.“.
Mun rit þetta verða sent bæði kaupendum Prestafélagsritsins
og kaupendum Kirkjublaðs.
Þá var ennfremur samþykt, að Prestafélagið greiddi þann
halla, er yrði af útgáfu Kirkjublaðs til næstu áramóta.
Tvær af föstum nefndum Prestafélagsins, samvinnunefndirnar
um félagsmál, og líknarmál, skýrðu frá störfum sinum. Bar hin
fyrnefnda fram svohljóðandi tillögur, sem samþyktar voru í
einu hljóði:
„Aðalfundur Prestafélags íslands vill hvetja presta um alt land
til þess að stuðla að þvi, að fátæk barnaheimili fái þann styrk