Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 173
Prestafélagsritið.
Prestafélagið.
167
til hjálpar börnunum, sem getur í 14. gr. barnaverndarlaganna og
telst ekki þurfamannastyrkur“.
„Aðalfundur Prestafélags íslands kýs 3 manna nefnd til þess
að vinna að því eftir megni, að fram nái að ganga á næsta Al-
þingi frumvarp það að nýrri helgidagalöggjöf, sem Prestafélagið
hefir Iátið semja — og til vara hlutast til um það við stjórn-
arvöldin, að birt verði fyrir almenningi ákvæði reglugerðar frá
14. júní 1930 um 8 klt. hvildartima bifreiðarstjóra á sólarhring
og þau ekki látin vera dauður bókstafur lengur“.
í nefndina voru kosnir:
Cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, séra Ingimar Jónsson, séra
Björn Magnússon.
Sömu menn og áður voru endurkosnir í allar fastar nefndir,
nema í samvinnunefnd um líknarmál. Þar var fækkað mönnum
niður í 5 og þeir valdir þannig, að auðveldara væri fyrir nefnd-
ina að koma saman heldur en áður var. Þessir menn voru kosnir
í nefndina:
Séra Guðmundur Einarsson,
'— Kristinn Daníelsson præp. hon.,
— Garðar Þorsteinsson,
— Brynjólfur Magnússon,
cand. Iheol. Sigurbjörn Á. Gislason.
Siðari hluta þessa fundardags voru flutt tvö framsöguerindi um
reynslu í prestsstarfi og þörf á nánari samvinnu með prestum.
Höfðu verið valdir til þess kaupstaðaprestur og sveitaprestur.
Séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði flulti fyrra er-
indið og lýsti reynslu kaupstaðarprests og gaf ýmsar góðar bend-
ingar, er að gagni mættu koma i prestsstarfi. Síðan talaði séra
Gunnar Árnason prestur á Æsustöðum og sagði frá reynslu og
starfi sveitaprests. Að erindum þessum var gerður hinn bezti
rómur og urðu miklar umræður á eftir.
Seinasta fundardaginn var rætt um launamál presta. Lagði
nefnd fram álit sitt i málinu, sem hér segir:
„I. Laun presta verði ákveðin þessi: Sveitapresta 4000 kr. á
ári, hækkandi upp i kr. 5000 á 10 árum, laun kaupstaðapresta
4500 kr. hækkandi upp i 5500 á sama tíma.
II. Að þvi sé stefnt, að jarðir presta séu litlar en hægar. Þar
sem prestar hafa stórar jarðir, sé þeim annaðhvort veitt önnur
jörð minni í staðinn, eða þeim veittur hluti prestssetursjarðar-
innar, þó þannig að, núverandi ábýlisjörð eða sá hluti hennar,
sem öðrum yrði bygður en presti, skoðist sem hjáleiga prests-
setursjarðarinnar".
Nokkrar umræður urðu um tillögur þessar og voru þær sam-