Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 175
Prestaféiagsritið. Kra Kirkjuraði. 169
ÁLYKTANIR OG SAMÞYKTIR
gjörðar á fundum Kirkjuráðsins dagana 9.—18 okt. 1933.
Eftirtalin mál voru rædd á fundum Kirkjuráðsins og um þau
gjörðar ályktanir og samþyktir.
1. a. Helgisiðabókarmálið var afgreitt með svohjóðandi sam-
þykt:
„Kirkjuráðið samþykkir frumvarp það til nýrrar helgisiðabók-
ar, sem Synodus 1933 samþykti fyrir sitt leyti, og felur nefnd
þeirri, er starfað hefir að undirbúningi og samningu frum-
varpsins, að athuga framkomnar breytingar-tillögur og leggja
siðustu hönd á verkið til prentunar“.
b. „Kirkjuráðið ályktar að fela biskupi að biðja organleikara
dómkirkjunnar að búa út tónlög við víxlsöngva hinnar vænt
anlegu nýju helgisiðabókar“.
2. Um fjársöfnunardag til stuðnings kirkjuiegri starfsemi var
samþykt svofeld ályktun:
„Með tilliti til samþyktar, sem gjörð var á siðustu Synodus
um fjársöfnun til frjálsrar kirkjulegrar starfsemi, mælist
Kirkjuráðið tii þess, að prestar landsins beiti sér fyrir slikri
fjársöfnun í hverri sókn prestakalla sinna á tímabilinu frá og
með siðasta sunnudegi í sumri“.
3. Samstarf presta, guðfræðikandidata og guðfræðinema. —
Prestafélagsfundurinn í Reykholti hafði haft það mál til með-
ferðar. — Lýsti Kirkjuráðið sig „eindregið meðmælt því, að
guðfræðikandídatar og guðfræðinemar geti átt þess kost að
dvelja nokkurn tíma hjá þjónandi prestum, til þess að kynnast
prestlegu starfi áður en þeir taka vigslu, en að þvi er snertir fjár-
framlag frá Kirkjuráðsins hendi, getur eigi verið um slíkt að
ræða fyr en í fyrsta lagi á næsta hausti“.
4. Um utanfararstyrk presta var gjörð svofeld ályktun:
„Með skírskotun til laga um utanfararstyrk presta, beinir
Kirkjuráðið þeim tilmælum til rikisstjórnarinnar, að hún á
næsta fjárlagafrumvarpi áætli að minsta kosti 4000 kr. i þessu
skyni“.
5. Um heimild til að vinna prestsverk var gjörð svohljóðandi
ályktun:
„Að gefnu tilefni óskar Kirkjuráðið, að próföstum sé falið að
brýna fyrir prestum, að öðrum sé ekki heimilt að vinna prests-
verk (veitingu sakramenta, fermingu, hjónavigslu og greftrun)
en lögskipuðum starfsmönnum kirkjunnar. Þó sé öðrum prests-