Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 176
170
Prestkvennafundurinn 1934. Prestafeiagsritíö.
vígðum mönnum heimilt að vinna slík prestsverk í umboði sókn-
arprests og á ábyrgð hans, enda sendi þeir sóknarprestinum
skýrslu um verkið þegar i stað. Sé í einhverju út af þessu
brugðið, ber hlutaðeigandi sóknarpresti að tilkynna biskupi það
um hendur prófasts“.
6. Frumvarp til laga um kirkjur. Um það var gjörð þessi
ályktun:
„Kirkjuráðið leyfir sér að mælast til þess við kirkjumálaráðu-
neytið, að frumvarp það um kirkjur, sem lá fyrir Alþingi 1931,
en varð ekki útrætt, mætti verða lagt fyrir næsta reglulegt Al-
þingi í þeirri mynd, sem það var samþykt við þriðju umræðu,
með þeim breytingum, sem nauðsynlegar kunna að þykja“.
7. Sálmabókarviðbætirinn. Kirkjuráðið samþykti að fela
nefndinni að leggja síðustu hönd á sálmavalið og undirbúning
sálmasafnsins til prentunar.
8. Um kaup Skálholtsstaðar var samþykt:
„Kirkjuráðið væntir þess, að samningar geti tekist um kaup
á Skálholti, samkvæmt heimild i fjárlögum 1934“.
9. Um ÞingvaUa-prestakall var samþykt:
„Kirkjuráðið væntir þess, að samningar takist um prestssetrið
á Þingvöllum, svo að þar geti orðið settur sóknarprestur sem
fyrst“.
Loks var rætt um:
10. Skipun Hallgrimsnefndar samkvæmt beiðni sóknarnefnd-
ar Saurbæjarsóknar og —
11. Fjölgun presta i Regkjavik.
PRESTKVENNAFUNDURINN 1934.
í sambandi við aðalfund „Prestafélags íslands“ á Þingvöllum
héldu prestskonur fund með sér 2. júli 1934.
í fundarbyrjun flutti frú Sigriður Björnsdóttir erindi. Hún
talaði um hlutverk prestskonunnar, að skapa hlýtt heimili og
vera samhent manni sinum í hinu erfiða og þýðingarmikla lífs-
starfi lians. Sérstaklega væri það æskilegt, að prestskonan sýndi
áhuga á sjúkramálum, og skýrði hún frá ýmiskonar reynslu sinni
í þeim efnum. — Var erindi hennar fræðandi, og bar vott um
samúð og skilning á sálarlífi og lifskjörum fólksins og lifandi
áhuga á þvi að lifa og starfa með söfnuðunum.