Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 177
Prestaféiagsritið. Prestkveniiafundurinn 1934.
171
Frú Áslaug Ágústsdóttir talaði um líknarstarfsemina, hvatti
konur til þess að hjálpa þeim, sem erfiðast ættu í lifsbaráttunni,
og benti á þörfina, sem alstaðar væri fyrir slika hjálp. Einnig
benti hún á, hve djúptæka þýðingu það hefði bæði á heimili
prestsins og einnig út á við, að prestskonan skildi hið víðtæka
starf manns síns og væri honum samhent i öllu.
Frú Guðrún Lárusdóttir las upp erindi og talaði um þær
liættur, sem alment væru að aukast meðal æskulýðsins. Taldi
hún trúfélögin likleg til þess að geta dregið úr þessum áhrifum
og bar upp svohljóðandi tillögu: „Fundurinn telur æskilegt, að
aukin verði starfsemi kirkjunnar með stofnun kristilegra félaga
ungra manna og kvenna og vill beina þeirri áskorun til prest-
anna, að þeir beiti sér fyrir slíkri starfsemi hver á sínum stað,
eftir því sem föng eru til“. Var tillagan samþykt. — Frú Guð-
rún skýrði einnig frá upptöku bænadagsins. Árið 1887 leitaði
trúboðsfélag kvenna i Vesturheimi samkomulags við önnur trú-
félög um það, að konur kæmu sér saman um vissan bænadag á
ári. 1920 útbreiðist þessi starfsemi þannig, að konur víðsveg-
ar um heim fara að taka þennan sið upp, og velja sér vissan
bænadag á ári. Þessi dagur er fyrsti föstudagur i sjöviknaföstu.
Þær velja sér sameiginlegt bænarefni og sameiginlegan texta.
Bænadagurinn byrjar ávalt með guðsþjónustu, og árið 1932 var
þessum guðsþjónustum útvarpað í Noregi, til þess að þær kon-
ur, sem ekki voru viðstaddar, gætu fylgst með. Dagurinn er helg-
aður sameiginlegri bæn og umræðum um bænina og áhrif henn-
ar. — Frúin gat þess, að æskilegt væri, að íslenzkar konur tækju
þennan sið upp, en engin ákvörðun var tekin i því efni. — Einnig
mintist hún mæðradagsins og þýðingar hans, og ræddu konur
málið ýtarlega, og að þeim umræðum loknum var gjörð svo-
hljóðandi fundarályktun: „Fundurinn telur sig mjög hlyntan
þvi, að mæðradagurinn verði eftirleiðis haldinn hátíðlegur með-
al þjóðarinnar sem almennur minningardagur, og að prestar
landsins minnist dagsins í ræðum sinum á stólnum þann dag um
land alt. Fundurinn mótmælir því, að stjórnmálum sé á nokk-
urn hátt blandað inn í málefni mæðradagsins“.
Frú Emilía Briem hvatti konur til þess að starfa af alhuga í
söfnuðunum og með prestinum. Benti á, hve víðtækt starfssvið
prestskonunnar væri, og áríðandi, að meðvitundin um það, að
Guð væri æfinlega nálægur í hverju einasta starfi, sem unnið
væri af alúð og kærleika, létti erfiðleikana og gæfi henni öryggi,
svo að hún gæfist aldrei upp.
Þá var rætt um, hve æskilegt það væri, að prestskonur um
land alt byndu með sér félagsskap til þess að ræða sín áhuga-