Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 179
Presfafélagsritið.
Kirkjufundur 1934.
173
leikmanna héldu sameiginlega fundi annaðhvert ár eða þriðja
hvert. Myndu ærin verkefni fyrir slíkum fundum og hin mesta
þörf þess, að allir þeir, er ynnu kristindómi, tækju höndum
saman, hvort heldur þeir væru lærðir eða leikir. Enda væri
hafin svæsin árás hér á landi gegn kristni og kirkju. Meðal
helztu mála þessara funda nefndi hann t. d.: Glæðing trúar-
lífsins, samstarf presta og safnaða, viðbúnað, ef kæmi til skiln-
aðar ríkis og kirkju, kirkjubyggingarmál o. s. frv.
Næstur tók til máls Sigurður P. Sívertsen prófessor og hafði
hann framsögu af hálfu presta. Talaði hann um þann skaðlega
misskilning margra, að kirkjan sé stofnun, sem fáir stjórni og
beri ábyrgð á, en ekki félagsskapur, þar sem allir beri ábyrgð
og eigi að vinna saman. Taldi hann þennan misskilning eitt af
mestu meinum kirlcjulífsins vor á meðal. Vegna hans hefði
margur prestur einangrast í starfi sínu og ekki notið þeirrar
hjálpar og uppörfunar, sem samstarf leiddi af sér. Þetta þyrfti
að gjörbreytast, og ættu allir áhugamenn að taka höndum sam-
an til þess, að svo gæti orðið. — Nóg væru verkefnin, sem
biðu úrlausnar, ef viljinn væri einlægur. Nefndi hann fyrst og
fremst samstarf til kristilegra áhrifa á æskulýðinn og hjálpar
mæðrum þeim, sem uppalist hafa í andrúmslofti efnishyggj-
unnar; þá margvíslega safnaðarstarfsemi, bæði til þess að gjöra
guðsþjónustur áhrifameiri, efla heimilisguðrækni o. fl., og loks
samstarf að líknarmálum og mannúðarmálum. Prestar fengju
litlu áorkað, ef leikmenn legðu ekki líka fram krafta sína.
Að loknum framsöguerindunum tóku margir til máls, bæð;
prestar og leikmenn. Snerust ræður þeirra einkum um það,
hvernig samvinnu presta og leikmanna að glæðing trúarlífsins
yrði bezt háttað. M. a. var rætt um kostnað þann, er almennir
kirkjufundir hlytu að hafa í för með sér, og þörf á nokkurum
ferðastyrk handa fulltrúum þeim, er lengst ættu að sækja. Var
minst á það, að sjóðstofnun væri æskileg i því skyni. Præp. hon.
Magnús Bjarnason tók undir það með þeim hætti, að hann gaf
100 kr., er skyldu verða vísir að slikum sjóði.
Ásmundur Guðmundsson háskólakennari bar fram eftirfar-
andi tillögu, og var hún samþykt i einu hljóði:
„Kirkjufundur á Þingvöllum 1934 beinir þeirri áskorun til
sóknarnefnda, safnaðarfulltrúa og Hallgrímsnefnda um land allt,
að hefja og efla eftir megni samstarf við presta að kristindóms-
málum og fá sem flesta leikmenn til þess að gjörast þátttakend-
ur í slíkum samtökum“.
Var þá dagur að kvöldi kominn. Fóru fundamenn til Reykja-
vikur, og var fundi frestað til næsta dags.