Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 181
Prestafélagsritiö.
175
FULLTRÚAFUNDUR PRESTA
OG KENNARA 1934.
Fundur þessi var haldinn í Háskólanum 6. júlí. Sóttu hann
af hálfu presta fulltrúar þeir, er kosnir voru á aðalfundi Presta-
félagsins, og af kennurum fullltrúar kosnir af kennaraþingi:
Aðalsteinn Eiriksson kennari, Rvik, Aðalsteinn Sigmundsson
kennari, Rvík, Arngrímur Kristjánsson kennari, Rvik, Guðjón
Guðjónsson skólastjóri, Hafnarfirði, Hallgrimur Jónsson yfir-
kennari, Rvík, Ingibjörg Guðmundsdóttir kennari, Rvík, Lárus
Halldórsson skólastjóri, Brúarlandi, og Valdimar Snævarr skóla-
stjóri, Norðfirði.
Formaður Prestafélagsins setti fundinn. Var hann síðan kos-
inn fundarstjóri, en fundarritari Lárus Halldórsson.
Fyrstur tók til máls séra Ásmundur Guðmundsson. Hafði hann
framsögu fyrir hönd nefndar þeirrar, sem kosin var á fulltrúa-
fundi presta og kennara f. á. til þess að gjöra tillögur um krist-
indómsfræðslu barna. En i nefndinni voru auk hans Aðalsteinn
Sigmundsson, séra Hálfdan Helgason og Ólafur Þ. Kristjánsson,
kennari í Hafnarfirði. Hafði nefndin haldið fundi um veturinn
og bar framsögumaður í lok ræðu sinnar fram álit hennar og
tillögur, sem nú skal greina:
„Fulltrúafundur presta og kennara leggur til:
1. Að fyrir yngstu börn á námsaldri verði gefnar út frásögur
úr Nýja-testamentinu um líf og starf Jesú, á léttu máli við þeirra
hæfi. Myndir fylgi og vers. Einnig gæti komið til mála að hafa
i bókinní fáeina sögukafla úr Gamla-testamentinu, t. d. úr sög-
unni um Jósep.
2. Að samdar verði bibliusögur, er við taki af þessari bók, og
séu þær ætlaðar nokkuð eldri og þroskaðri börnum. Biblíusög-
urnar séu úr báðum testamentunum, og kaflarnir úr Gamla-testa-
mentinu þannig valdir og þeim þannig skipað, að trúarsaga
ísraelsþjóðarinnar komi sem ljósast fram. Myndir séu i bókinni.
3. Að Barna-biblían, siðara hefti, eða Nýja-testamentið verði
lögð til grundvallar námi þeirra barna, sem þroskuðust eru og
lengst komin í námi. Jafnframt sé samin og gefin út biblíuhand-
bók, aðallega með skýringum yfir Nýja-testamentið. Séu í henni
stuttir, ljósir og læsilegir fræðikaflar við barna hæfi imi staði,
menn, siði, menningarhætti o. fl., er að gagni megi koma við kenslu
og nám í kristnum fræðum. í bókinni verði bæði myndir og upp-
drættir. — Samning og umsjón með útgáfu þessara þriggja bóka,