Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 183
Prestafélagsritið.
Barnaheimilisstarf þjóðk.
177
syn á, að lög um þessi efni verði endurskoðuð, og nefnd manna
hafi úrskurðarvald um sýningu mynda, i stað eins manns eins
og nú er, og séu þeir menn valdir úr hópi presta og kennara.
En fullnaðarúrlausnina telur fundurinn þó vera, að liið opin-
bera taki rekstur kvikmyndahúsanna i sínar hendur og starf-
ræki þau sem menningarstofnanir hliðstæðar skólum og út-
varpi“.
Allmiklar umræður urðu um tillöguna, einkum um siðasta lið
hennar, og tóku m. a. flestir nefndarmannanna til máls. Að
þvi búnu var tillagan samþykt.
Fundarstjóri gat þess, að dr. Arne Möller hefði vakið máls á
því við nokkura presta og kennara, er hann var hér á ferð í
aprílmánuði síðastl., hvort ekki mundi tiltækilegt, að fundur
fyrir kennara frá Norðurlöndum yrði haldinn á íslandi sumarið
1936. Hlaut mál þetta góðar undirtektir á fundinum og var kos-
in undirbúningsnefnd. Þessir voru kosnir:
Guðjón Guðjónsson, sér Hálfdan Helgason, Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, Kristinn Ármannsson mentaskólakennari og Sig-
urður Jónsson skólastjóri.
Að síðustu var samþykt þessi tillaga frá séra Þórði Ólafssyni:
„Fundurinn beinir þeirri áskorun til Prestafélags íslands og
Sambands islenzkra harnakennara að vinna að því, að upp
verði tekin af hálfu presta og kennarastéttarinnar skipulögð
barátta gegn áfengisbölinu".
Fundinum lauk með því, að nefnd var kosin til þess að ann-
ast undirbúning undir næsta fulltrúafund presta og kennara og
vinna að sameiginlegum áhugamálum stéttanna milli funda.
BARNAHEIMILISSTARF
ÞJÓÐKIRKJUNNAR.
Eftir það er síðasta Prestafélagsrit kom út, barst barnaheim-
ilisnefndinni skýrsla frá Friðþóru Stefánsdóttur um störf fyrir
börn á Siglufirði síðastliðið sumar. Friðþóra sá þar um dagheim-
ili og leikvöll fyrir 35 börn í tvo mánuði, júlí og ágúst. Kven-
félagið Von á Siglufirði léði hús sitt og garð, en barnaverndar-
nefnd Siglufjarðar hafði forustuna um fjársöfnun og hratt fram-
12