Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 186
180 Skipulagsskrá. Prestafélagsritiö.
og vanrækt. Einnig er stofnuninni heimilt a8 taka fávita til unt-
önnunar.
3. gr.
Lausafé stofnunarinnar má ekki selja né láta af hendi, nema
andvirSinu sé varið til eflingar henni og samþykki barnaheim-
ilisnefndar komi til. Eigi má heldur binda eignir hennar nokkr-
um veSböndum eða skuldbindingum, sem óviðkomandi séu til-
gangi stofnunarinnar.
4. gr.
Meðan Sesselja H. Sigmundsdóttir heldur heilsu og kröftum,
hefur hún á hendi alla stjórn stofnunarinnar bæði inn á við og
út á við meS takmörkunum þeim, er segir í 3. og 5. gr.
5. gr.
Barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar, eða önnur nefnd í henn-
ar stað kosin á prestastefnu af prestum iandsins, hefir rétt til
að ráða því, hvernig því fé skuli variS, er hún leggur til stofn-
unarinnar eða útvegar henni fyrir milligöngu sina. Þessvegna
má ekki heldur veðsetja jörð og hús fyrir nýjum lánum til efl-
ingar stofnuninni, nema samþykki nefndarinnar komi til.
6. gr.
Forstöðumaður stofnunarinnar gerir árlega reikning yfir
rekstur hennar og efnahag og leggur hann ásamt fylgiskjölum
fyrir barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar til athugunar og úr-
skurðar. Reikningar stofnunarinnar skulu birtir ár hvert.
7. gr.
Sesselja H. Sigmundsdóttir hefur rétt til að ráða vali eftir-
manns síns, er hún lætur af stjórn stofnunarinnar, en barna-
heimilisnefnd þjóðkirkjunnar eða önnur nefnd í hennar stað (sbr.
5. gr.) fær honum skipunarbréf og erindisbréf. Siðan ræSur
stjórnarnefnd stofnunarinnar (sbr. 8. gr.) jafnan forstöSumanns-
vali, en að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir til þeirrar stöðu,
sem alist hafa upp á stofnuninni, og þvi næst þeir, sem komnir
eru af foreldrum Sesselju, þeim Sigmundi Sveinssyni og Kristínu
Símonardóttur.
8. gr.
Þegar Sesselja H. Sigmundsdóttir lætur af forstöSu stofnun-
arinnar, tekur barnaheimilisnefndin stjórn stofnunarinnar í sín-